fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Dagur slátrar atvinnulífinu: „Átta sekúndur af skelfingu. Í algjörri þögn.”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2019 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Dagur Hjartarson rithöfundur afhjúpi Umhverfisdag atvinnulífsins sem innantóma froðu í pistil sem hann birtir á Kjarnanum. Hann bendir á hvernig hver fyrirlesari eftir annan hafi forðast að nota ákveðin orð, líkt og viðkomandi væri að taka þátt í leiknum Frúin í Hamborg.

Mið­viku­dag­inn 9. októ­ber síð­ast­lið­inn var Umhverf­is­dagur atvinnu­lífs­ins hald­inn hátíð­legur í Hörpu*. Ég horfði á dag­skrána á net­inu og á eftir leit­uðu á mig spurn­ingar um tungu­mál og ham­far­ir. Fyrsti ræðu­maður dags­ins var Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins. Hall­dór vék máli sínu að súrnun hafs­ins en flýtti sér að skjóta inn „mögu­leg súrnun hafs­ins“, sem er „stærsta áskor­unin sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur stendur frammi fyr­ir­.“ Ég beið eftir að Hall­dór bætti við að súrnun sjávar – ekki mögu­leg eða ómögu­leg súrnun sjávar heldur vís­inda­lega sönnuð súrnun sjávar – væri líka ein stærsta „áskor­un­in“ sem líf­ríki jarðar stendur frammi fyr­ir. En sá vís­dómur kom ekki,“ skrifar Dagur.

Hann segir að ræðuhaldarar hafi ávallt talað um „áskoranir“ í stað hamfara. „Því Umhverf­is­dagur atvinnu­lífs­ins er glæný útgáfa af Frúnni í Ham­borg. Ekki segja ham­fara­hlýn­un, segðu áskor­an­ir. Ekki segja súrnun sjáv­ar, segðu mögu­leg súrnun sjáv­ar. Ekki segja vanda­mál, segðu lausn­ir. Og í guð­anna bæn­um, ekki segja bráðnun eða útrým­ing eða lofts­lags­flótta­menn, segðu bara: lausn­ir. Það var einmitt töfra­orðið hjá Hall­dóri Benja­mín: „At­vinnu­lífið er lausnin við þeirri vá sem að okkur steðj­ar. Atvinnu­lífið er drif­kraftur nýrra lausna. En auð­vitað megum við ekki ofmetn­ast. Dramb er falli næst.“,“ skrifar Dagur.

Strönduð viska

Næstur á svið var Heiðar Guðjónsson og Dagur lýsir erindi hans svo: „Dramb er falli næst og næstur á svið var Heiðar Guð­jóns­son, for­maður Efna­hags­ráðs norð­ur­skauts­ins. Heiðar fjall­aði í erindi sínu um ástandið á norð­ur­skauti og „hvers vegna er til­efni til bjart­sýn­i.“ Hann tal­aði um „fullt af námu­mögu­leik­um“ og  „strand­aða orku“ sem við fáum upp í hend­urnar þegar nýjar leiðir opn­ast á norð­ur­skauti.“

Dagur segir þetta hugtak kostulegt.

„Talið er að á Græn­landi tap­ist 200 millj­arðar tonna af ís árlega, sem er sex­földun í hraða frá árinu 1990 ( sjá: The Human Planet: How We Created the Ant­hropocene (2019) eftir Simon Lewis og Mark A. Maslin, bls. 219). En Heiðar minnt­ist ekk­ert á þetta þegar hann tal­aði um „ástand­ið“ á norð­ur­skauti. Ef mann­kynið heldur áfram á sömu meng­un­ar­braut er talið að sjáv­ar­mál geti hækkað um allt að 1,3 metra á þess­ari öld (­Sama, bls. 221). 10 pró­sent mann­kyns­ins búa á strand­svæðum sem yrðu fyrir hræði­legum afleið­ingum hækk­unar sjáv­ar­máls. En Heiðar minnt­ist heldur ekk­ert á þetta, hann minnt­ist á strand­aða orku. Strönduð orka, því­líkt hug­tak! Með þessum tungu­málafim­leikum hefur Heiðar veitt mér sýn á allt hitt sem raun­veru­lega getur strand­að, til dæmis umhyggja og viska og fram­sýni – hvar í æða­kerfi hjart­ans stranda þessar kennd­ir? Má ekki, með sömu fim­leik­um, halda því fram að við menn­irnir séum ekk­ert meira en strandað kjöt fyrir orma?,“spyr Dagur.

Unnur drakk á stút

Dagur lýsir því hvernig næsti ræðuhaldari hafi lýst viðskiptatækifærum hamfara. „Næst á svið var Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Rík­is­stjórnin hefur nú ráðið hana til að „ann­ast sam­hæf­ingu lofts­lags­mála fyrir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar“, hvorki meira né minna. „Það eru ákveðnar hættur sem fel­ast í röskun á lofts­lag­i.“ Þannig hóf Unnur Brá ræðu sína. Ákveðnar hætt­ur. Röskun á lofts­lagi,“ segir Dagur.

Hann segir að Unnur hafi verið afhjúpandi í máli sínu.

„Þá var Unni tíð­rætt um breyt­ingar og sagði orð­rétt: „Það fel­ast líka í þessu breytta and­rúms­lofti við­skipta­tæki­færi.“ En við­skipta­tæki­færi fyrir hverja? Íbúa Bangla­desh sem losa 25 sinnum minna af koltví­sýr­ingi út í and­rúms­loftið en Íslend­ingar en munu engu að síður upp­lifa mestu ham­far­irn­ar, ég meina, mestu áskor­an­irnar? Og meira um breyt­ing­ar. Í starfi sínum sem ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar­innar hefur Unnu Brá setið þing Sam­ein­uðu Þjóð­anna: „Síð­ast þegar ég mætti árið 2012 fékk ég plast­flösku og glas. Núna fengu leið­togar heims pappa­fernu, ekk­ert glas og allir drukku bara á stút. Það er allt að breyt­ast.“, segir Dagur.

Hann heldur áfram og lýsir ræðu Unnar: „Já, það er allt að breytast, með öðrum orð­um: Jöklar bráðna, kór­al­rif fölna, teg­undir útrým­ast. Og á meðan drekka sumir á stút. Úr pappa­mál­um. Og þá fer ég að hugsa um þetta orð pappa­mál, væri það kannski rétta heitið á það tungu­málið sem hér er tal­að? Unnur Brá vék einnig að súrnun sjávar sem hún sagði ekki vera „eitt­hvað sem redd­ast bara. Það er þróun sem við eigum að hafa smá áhyggjur af.“  Smá áhyggj­ur. Drekka af stút. Áskor­an­ir. Pappa­mál.“

Einn sagði bannorðin

Dagur segir að eini maðurinn sem talaði um að loftslagshamfarir væru ef til vill neikvæðar hafi verið næsti maður á svið.

„Síð­astur á svið var Brynjólfur Stef­áns­son, sjóðs­stjóri hjá Íslands­sjóð­um, en hann kall­aði erindi sitt einmitt „Tæki­færi og áskor­anir vegna lofts­lags­breyt­inga“. Ég skal gefa Brynjólfi að hann komst næst því að brjóta regl­urnar í Frúnni í Ham­borg. Á einum tíma­punkti sagði hann meira segja „Hérna kemur skelf­ing­in“ og varp­aði á tjaldið glæru með alls konar orðum á. En Brynjólfur las ekki upp af glærunni. Hún fékk bara að lifa í kyrr­þey í átta sek­únd­ur, svo hélt hann áfram. En þarna voru þau samt, öll bann­orðin í leikn­um: óstöð­ug­leiki í stjórn­mál­um, flóð og aur­skrið­ur, skóg­ar­eld­ar, þurrkar, veð­ur­skemmd­ir, súrnun sjáv­ar, skemmdir inn­viða, lofts­lags­flótta­menn, útrým­ing teg­unda, bráðnun jökla, hung­ursneyð, vatns­skort­ur, breyt­ing á lífs­hátt­um, smit­sjúk­dóm­ar, hækkun á yfir­borði sjáv­ar, breyt­ingar hjá flökku­stofn­um. Átta sek­úndur af skelf­ingu. Í algjörri þögn,“ lýsir Dagur.

Hlægja meðan heimurinn endar

Að lokum rifjar Dagur upp ódauðleg orð Sören Kirkegaard. „Að lokum steig for­seti Íslands á svið og veitti verð­laun. Svo var klappað og mér varð hugsað til orða danska heim­spek­ings­ins Sören Kirkegaard:

„Svo bar við í leik­húsi að það kvikn­aði í tjöld­un­um. Þá kom lodd­ari og sagði áhorf­endum frá því. Þeir héldu að það væri spaug og klöpp­uðu. Hann sagði það aft­ur, og fólk klapp­aði enn þá meira. Þannig held ég að heim­ur­inn muni farast, við almenn fagn­að­ar­læti gam­an­samra manna sem halda að það sé spaug.“

Tungu­málið er undir stöð­ugum árás­um. Það er togað í orð, þeim er snúið á hvolf og í hring og eftir að hafa hlustað á ræðu­menn á Umhverf­is­degi atvinnu­lífs­ins fann ég fyrir doða. Eins og ein­hver hefði stungið sprautu inn í eyrað á mér og stað­deyft dul­ar­fullt svæði í heil­an­um.  Því segi ég: Hristum af okkur doð­ann. Verum vak­andi. Leyfum engum að stað­deyfa orð­ræð­una um ham­fara­hlýnun með mátt­lausu pappa­máli. Það er von mín að þau sam­tök sem stóðu að Umhverf­is­degi atvinnu­lífs­ins spýti í lófana, hætti að tala í við­teng­ing­ar­hætti um vís­indi og brjóti af sér hlekki frú­ar­innar í Ham­borg.  Þá fyrst finnum við kjarkinn sem hefur strandað en er nauð­syn­legur til að horfast í augu við skelf­ing­una.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar