fbpx
Miðvikudagur 05.ágúst 2020
Fréttir

Sigurjón ætlar að keyra til Spánar: Botnar ekkert í tryggingafélaginu – „Þetta er geggjað. Kannski séríslenskt“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. október 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður og nú ritstjóri Miðjunnar, er nú á leið til Spánar ásamt eiginkonu sinni en þar ætlar hann að dvelja í vetur. Hjónin ætla að taka Norrænu til Danmerkur og þaðan ætla þau að aka til Campoamor á Spáni.

Sigurjón segir frá þessu á vef Miðjunnar en þar kemur fram að ferðalagið hafi byrjað í morgun og fara þau með Norrænu síðdegis til Hirtshals með stuttu stoppi í Færeyjum.

„Til Danaveldis komum við að morgni laugardagsins nítjánda. Þá hefst löng keyrsla til Campoamor á Spáni. Google segir okkur þurfa að aka 2.856 kílómetra. Þeir verða eitthvað fleiri. Kannski þrjú þúsund. Ferð fyrir okkur tvö, í einkaklefum og bílinn þar sem hann á að vera kostar 14.909 danskar, eða 283.156 á gengi dagsins. Í verðinu er morgunmatur alla dagana og hlaðborð að kvöldi.“

Þau hjónin ætla fyrsta daginn að aka nánast beint til Todendorf í Þýskalandi, en ráðgert er að ferðalagið taki fimm til sex klukkustundir.

„Ég splæsti í fínasta herbergi. Kristborg mín óttast að verða sjóveik svo úr varð að keyra ekki um of fyrsta daginn og tryggja góð skilyrði til hvíldar. Fínasta herbergi kostar 12.256 íslenskar, sem verða að sjálfsögðu greiddar með evrum. Það vill enginn í útlöndum krónuna okkar.“

Sigurjón segir svo frá samskiptum sínum við tryggingafélagið Sjóvá í annarri færslu, en þar furðar hann  sig á viðbótargreiðslu svo kaskótryggingin á ökutæki hans gildi.

„Þetta er nokkuð flókið. Ég fer með bíl með mér til Spánar. Tryggingarnar gilda til júní á næsta ári. Óumdeilt. Þar á meðal kaskótryggingin. Til að kaskóið gildi þar til við komum með bílinn aftur heim í lok apríl 2020 verð ég að borga rúmar 2.700 krónur aukalega. Skil ekki hvers vegna. Hef fengið svör sem ég skil ekki. Nenni ekki að tuða út af þessu,“ segir hann og bætir við að hann hafi flutt tryggingarnar til Sjóvá fyrir skemmstu.

„Alls borga ég þeim rétt tæpa hálfa milljón á ári. Nærri fimm milljónir á tíu árum. Samt leggjast þeir svo lágt að rukka 2.700 krónur aukalega fyrir eitthvað sem ég ekki skil og sennilega ekki starfsfólkið heldur. Ef ég borga þær ekki virkar kaskótryggingin bara í þrjá mánuði. Ekki allan þann tíma sem ég hef borgað. Þetta er geggjað. Kannski séríslenskt. Annað er að tryggingar, verði bílnum stolið, gilda ekki. Eina ástæðan sem ég fæ er sú að ég ætli að koma við Póllandi.“

Frétt uppfærð klukkan 12:55

DV barst skeyti frá Sigurjóni Andréssyni, markaðsstjóra hjá Sjóvá, sem óskaði eftir því að eftirfarandi upplýsingum yrði komið á framfæri.

„Skilmálar kaskótryggingar okkar gilda á ferðalagi erlendis í 90 daga án viðbótariðgjalds en ef viðskiptavinir dvelja lengur þurfa þeir að borga viðbótariðgjald, sem við reynum þó að stilla í hóf.

Ef viðskiptavinir fara á eigin bíl t.d. með Norrænu í ferðalög dugar 90 daga reglan þeim lang oftast. Þeir sem eru með bílana sína lengur úti greiða þetta viðbótariðgjald vegna aukinnar áhættu og hærri kostnaðar erlendis ef til tjóns kemur.

Þjófnaðartryggingin í okkar kaskóskilmálum gildir eingöngu á Íslandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging

Kári segir næstu vikuna mikilvæga: Annað hvort hjaðnar smitið eða það verður sprenging
Fréttir
Í gær

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga

Þjóðhátíð „ekki eini gullkálfur“ Vestmannaeyinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Neyð á Seltjarnarnesi: Kona læsti sig inni á baði

Neyð á Seltjarnarnesi: Kona læsti sig inni á baði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Opnaði bílinn og beindi hnífi að bílstjóranum

Opnaði bílinn og beindi hnífi að bílstjóranum