fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

SA bjóða afturvirka kjarasamninga með skilyrðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) geta fallist á að kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. janúar 2019 en gegn ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að samið verði fyrir mánaðarmót og að samningarnir taki miði af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að tilboðið falli auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað verður til verkfalla enda beri samfélagið allt kostnað af þeirri aðgerð.

SA fundar í dag með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness en þetta er annar fundur deiluaðila en þeir funduðu fyrst á milli jóla og nýárs.

Fréttablaðið hefur eftir Halldóri að krafa um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamlegir ef samið verður á skynsamlegum nótum. Hann segir að krafan um afturvirkni byggi á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög telji eitt meginhlutverk sitt að gera kjarasamninga sem raska ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður

Friðjón segir Snorra vilja gera Ísland fátækt aftur og sakar þingmanninn um hræðsluáróður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni

Elías segir að snjómokstri hafi farið aftur – Þetta sé lausnin á þessu einfalda verkefni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro

Fimm handteknir í tengslum við dauðsfall barnabarns Roberts de Niro