fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Völvan 2019: Guðmundur verður aftur uppáhald þjóðarinnar og Sara Björk vinnur stóran titil

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. janúar 2019 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Handboltinn á allra vörum

Að sögn völvunnar sér hún fyrir sér að handbolti muni eiga hug þjóðarinnar allrar í byrjun árs. Íslendingar muni eiga góðu gengi að fagna á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi og Danmörku í janúar. „Væntingar þjóðarinnar eru miklar fyrir mótið en liðið á eftir að koma verulega á óvart og fanga hug og hjörtu þjóðarinnar. Eins og vanalega verður Guðjón Valur Sigurðsson í fararbroddi, en ungir leikmenn munu slá í gegn.  Guðmundur Þ. Guðmundsson verður enn á ný uppáhald allra Íslendinga,“ segir völvan.

Guðmundur Þ. Guðmundsson

Erfitt ár hjá karlalandsliðinu

Hún segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta muni eiga í erfiðleikum á árinu. Liðið mun freista þess að komast á Evrópumótið 2020 en riðillinn sem liðið lenti í sé snúinn. Frakkar eru þar langsterkastir en auk Íslands eru í honum Tyrkir, Albanir og Moldóvar. Ljósir punktar munu sjást inni á milli en liðið mun verða í erfiðleikum með að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu 2020. „Frakkar munu valta yfir riðilinn og ég sé fyrir mér neyðarlegt tap gegn þeim. Við munum áfram hafa ágæt tak á Tyrkjum en Albanir munu koma á óvart og reynast okkur skæðir. Það verður mjög tæpt hvort við komumst beint áfram í öðru sæti riðilsins eða þurfum að sætta okkur við þriðja sætið og umspil. En ég sé okkar menn fagna að lokum,“ segir völvan.

Gylfi Þór Sigurðsson.

Kvennalandsliðið flýgur inn á EM

Hún sér þó bara gleði framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. „Liðið lendir í viðráðanlegum riðli í undankeppni EM og mun fara þar á kostum. Þær munu fljúga inn á EM,“ segir völvan.

Frábært ár framundan hjá Gylfa

Gengi íslensku landsliðsmannanna hjá félagsliðum sínum verður líka brokkgengt. „Árið 2019 verður gott ár hjá Gylfa Sigurðssyni. Hann verður potturinn og pannan í leik Everton og mun skora talsvert af mörkum og leggja enn fleiri upp. Þá sé ég að eitt marka hans á eftir að vekja gríðarlega athygli á árinu. Mögulega eitt af mörkum ársins,“ segir völvan. Hún bætir við að hún sjái líka fyrir góðar fréttir úr einkalífi Gylfa.

Aron Einar Gunnarsson.

Jóhann Berg seldur – Aron Einar breytir til

Félagar Gylfa í Englandi verða þó í erfiðleikum. „Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða í bullandi fallbaráttu með liðum sínum á þessari leiktíð. Að öllum líkindum munu bæði liðin falla og í framhaldinu sé ég breytingar hjá landsliðsmönnunum. Jóhann Berg mun ganga til liðs við stærra lið í enska boltanum, líklega Leicester eða West Ham. Hann hefur sýnt og sannað að hann á heima á stærsta sviðinu. Skrokkurinn hjá Aroni Einari er aðeins farinn að gefa eftir og hann er ekki spenntur fyrir öðru tímabili í hinni afar erfiðu Championship-deild. Það er í kortunum að hann skipti yfir í lið í veikari deild og á framandi slóðum. Mig dreymdi draum um að hann ætti erfitt með að troða veskinu í rassvasann þannig að líklega er drjúg launahækkun framundan,“ segir völvan.

Jóhann Berg Guðmundsson.

 

Birkir nærri úrvalsdeildinni

Í staðinn gæti annar landsliðsmaður komist upp í úrvalsdeildina. „Aston Villa mun eiga góðu gengi að fagna í Championship-deildinni og Birkir Bjarnason mun fá veigameira hlutverk undir lokin. Liðið kemst í umspil um sæti í úrvalsdeildina. Ég sé Birki Bjarnason fagna innilega í búningi Villa, liðið kemst því að minnsta kosti í verðmætasta knattspyrnuleik hvers árs. Úrslitaleikinn um sæti í úrvaldsdeildinni.“

Arnór fer til meginlands Evrópu

Stjarna Arnórs Sigurðssonar mun áfram skína skært á árinu og breytingar gætu verið í farvatninu. „Arnór mun stimpla sig inn sem lykilmaður í liðinu og það úti á kanti. Gylfi heldur honum enn um sinn frá sinni eftirlætisstöðu. Þá er hann orðinn lykilmaður hjá CSKA Mosvku og hann mun vekja athygli athygli annarra liða. Hann mun brátt verða seldur frá Moskvu til liðs á meginlandi Evrópu.“

Arnór Sigurðsson

Kolbeinn losnar – Alfreð á faraldsfæti

Völvan segist skynja að það muni rofa til hjá Kolbeini Sigþórsson í byrjun næsta árs. „Þessari martröð hans í Nantes mun senn ljúka. Kolbeinn mun komast í annað lið og mun loksins byrja að spila fótbolta aftur,“ segir völvan. Völvan segist skynja að Alfreð Finnbogason muni færa sig um set á næsta ári.

Alfreð Finnbogason

Sara Björk landar stórum titli

Þá sér hún mikla sigra framundan hjá Söru Björk Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða Íslands. „Sara Björk og félagar hennar eiga eftir að fagna stórum titli á næsta tímabili. Þar kemur ekkert annað til greina en meistaradeildin. Íslenska landsliðskonan verður í algjöru lykilhlutverki sem endranær. Það kæmi mér ekki á óvart ef Sara Björk yrði kosin íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 enda mun hún brillera á öllum vígstöðvum,“ segir völvan.

Þrjú heimsmet – Hægur uppgangur Gunnars

Þá segir hún að íslenskir íþróttamenn muni setja þrjú heimsmet á næsta ári. Eitt þeirra mun Júlían J.K. Jóhannesson kraftlyftingamaður setja. Aðspurð um Gunnar Nelson

Gunnar Nelson.

segist hún vera tvístígandi. „Það kemur kannski ekki á óvart en ég sé hann alblóðugan fyrir mér í bardaga á næsta ári. Hann mun að öllum líkindum hafa sigur með naumindum. Hann mun þó bara berjast einu sinni á næsta ári og ég skynja reiði í herbúðum hans. Það gengur hægar að að klífa metorðastigann en hann hefði viljað.“

Júlían J.K. Jóhannsson
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Kolbeinn Sigþórsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda