fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Áfram í haldi eftir vopnað rán: Ógnað með skotvopni og rændur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. ágúst 2019 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. september á grundvelli almannahagsmuna. Þetta er gert að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á vopnuði ráni í austurborginni í lok júlí. Lögregla segir frá þessu í tilkynningu.

„Eins og fram hefur komið var manni ógnað með skotvopni og hann rændur verðmætum. Lögreglan brást skjótt við enda mál sem þessi litin mjög alvarlegum augum og var farið í markvissar aðgerðir sem leiddu til handtöku fjögurra manna, en þremur þeirra var fljótlega sleppt úr haldi lögreglu. Lögð var fram krafa um gæsluvarðhald yfir þeim fjórða og það hefur nú verið framlengt eins og áður sagði. Framkvæmdar voru húsleitir í þágu rannsóknarinnar og fannst skotvopnið, en það reyndist vera eftirlíking af skammbyssu,“ segir lögreglan í tilkynningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi