fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segja betri kost fyrir landsbyggðarfólk að fara í menntaskóla í Svíþjóð en Reykjavík – Ódýrari kostur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Friðriksdóttir og Þura Snorradóttir, dóttir hennar, ákváðu í sumar að flytja til Kungsbacka í Svíþjóð til að Þura gæti farið í menntaskóla þar og æft sund í innilaug. Mæðgurnar búa á Akureyri en þar er aðeins útisundlaug og erfiðara fyrir Þuru að æfa ýmsar tækniæfingar í útilaug. Hún gat ekki farið í menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu því þar eru engir menntaskólar með heimavist og leigumarkaðurinn þannig að fjölskyldan hafði ekki tök á að senda hana þangað. Það var því ódýrari kostur að flytja til Svíþjóðar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að allar yfirbyggðar stórar æfingasundlaugar séu nærri höfuðborgarsvæðinu en það hafi Þura ekki getað nýtt sér vegna skorts á heimavist. Hildur og Þuru flytja því til Svíþjóðar en eiginmaður Hildar og yngri dóttir þeirra verða eftir á Akureyri.

„Fyrst töldum við þetta svolítið fjarlægt. Hins vegar skoðuðum við málið og því meira sem við lögðumst yfir þetta sáum við að þetta var í raun miklu betri kostur en að fara til Reykjavíkur. Það virðist vera mun auðveldara að reka tvö heimili í Svíþjóð og á Íslandi en í Reykjavík og á Akureyri. Hér í Svíþjóð er mjög vel haldið utan um menntaskólanema með ókeypis almenningssamgöngum, fríum skólamáltíðum og íþróttaiðkun er mun ódýrari en á Íslandi. Þegar á heildina er litið er þetta því ódýrari kostur fyrir fjölskylduna.“

Sagði Hildur í samtali við Fréttablaðið.

Þura muna stunda nám á sérstakri sundíþróttalínu þar sem æfingarnar falla inn í námið. Hildur hefur fengið vinnu í Svíþjóð þar sem hún mun annast móðurmálskennslu og vinna á sambýli fyrir fatlað fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat