fbpx
Miðvikudagur 08.júlí 2020
Fréttir

Hættuleg hjólreiðakona í Kársnesi með ótrúlegan dónaskap

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 20. júlí 2019 14:10

Frá Kársnesi. Mynd: Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða hefur blossað upp af og til um of hraðskeiða hjólreiðagarpa á göngustígum. Skemmst er að minnast slyss sem hjólreiðamaður á miklum hraða olli á Seltjarnarnesi í vor en það atvik mun hafa verið kært. Íbúi í Kársnesshverfinu í Kópavogi deilir reynslu sinni af hjólreiðakonu sem virðist bæði vera hættulegur og mikill dóni miðað við frásögninni en hún birtist í íbúahópi á Facebook.

Hjón í gönguferð urðu þá fyrir því að hjólreiðakonur á 50-60 km hraða brunuðu fram úr þeim og sýndu þeim síðan dónaskap. Málshefjandi og fleiri sem rita undir færsluna telja að hjólreiðafólk á svona miklum hraða eigi heima á akvegum en ekki göngustígum. Frásögnin er eftirfarandi:

Í morgun fórum við hjónin í gönguferð eftir göngustígum bæjarins eins og við gerum nokkuð reglulega. Veðrið var yndislegt og stemmingin góð þangað til við urðum fyrir „árás“ frá latexdressuðum hjóla dónum. Við gengum niður brekku og dauðbrá þegar reiðhjól sem gert er fyrir hraðakstur á umferðargötum, en ekki gangbrautum, þaut framúr okkur án þess að nokkur viðvörun væri gefin og í kjölfarið komu tveir aðrir hjólamenn á sama hraða (örugglega 50-60 km).

Þegar konan mín kallaði upp í hræðslu „Er ekki allt í lagi með ykkur“ þá lyfti sá aftast í hópnum upp hendinni og setti löngutöng upp í loftið (Fuck you). Skilaboðin voru skýr – Göngulúðar eiga ekki þvælast fyrir flottu hjólafólki. Áður en við gætum brugðist frekar við voru þessar þrjár ungu konur horfnar á braut og ég er nokkuð viss um að fleiri vegfarendur hafi fengið sömu skilaboð frá þessum hópi þennan morguninn.

Ég tel löngu tímabært að setja hraðahindranir á göngustíga þar sem gangandi og hjólandi eiga samleið og legg til að byrjað verði á að gera úrbætur í brekkunni sem liggur frá menningarhúsunum, fram hjá Sunnuhlíð og niður að Kópavogstúni, því þar skapast oft mikil hætta. Ég vil taka það skýrt fram að ég hef ekkert á móti hjólreiðum og hjólafólki en geri þá kröfu að farið sé varlega um og samferðafólki sýnd tillitsemi og virðing. Það er hins vegar mín skoðun að „hrað hjólreiðar“ (Racing) eigi heima á umferðargötum en ekki á göngustígum, þetta eru jú göngustígar

Íbúi sem telur sig til hjólreiðamanna ritar undir færsluna:

Við erum hjólafolk og okkur er kennt að ef þú ætlar að hjóla hratt þá hjólar þú á veginum eða sérstökum hjóla stíg-aldrei þar sem gangandi fólk eru. Við eigum að hjóla varlega og hægja á okkur þar sem gangandi eru. Svona hegðun sem þú lýsir hér er til skammar fyrir okkur hjólara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

„Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála
Fréttir
Í gær

Repúblikanir í vandræðum

Repúblikanir í vandræðum
Fréttir
Í gær

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ
Fréttir
Í gær

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi

Íslensk Erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi
Fréttir
Í gær

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona slasaðist í Reykjadal – MYNDIR

Kona slasaðist í Reykjadal – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásmundur hvetur fólk í klóm smálána til að leita til sín – „Þetta er algjört ógeð“

Ásmundur hvetur fólk í klóm smálána til að leita til sín – „Þetta er algjört ógeð“