fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Fréttir

Harmsaga Óðins – Dæmdur fyrir fjölda afbrota – Faðir hans hvarf sporlaust

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óðinn Freyr Valgeirsson, sem fæddur er í nóvember árið 1987, var fundinn sekur um ýmis afbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. júní síðastliðinn. Óðinn er sonur Valgeirs Víðissonar sem hvarf sporlaust árið 1994 en talið er að honum hafi verið ráðinn bani.

Fyrir ríflega þremur árum minntist DV hvarfs Valgeirs í samantekt og þar segir meðal annars:

„Eitt dularfyllsta mannshvarf síðustu áratuga hér á landi er hvarf Valgeirs Víðissonar sem ekkert hefur spurst til frá 19. júní 1994, tæp 22 ár. Valgeir var fæddur þann 11. júlí 1964 og var því rétt tæplega þrítugur þegar hann hvarf sporlaust frá heimili sínu á Laugaveginum.
Hvarf Valgeirs hefur löngum verið talið tengjast fíkniefnaviðskiptum.

Í samtali við DV segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu á síðustu árum. Málið sé því enn opið þó engin formleg rannsókn sé í gangi. Ef lögregla fái nýjar upplýsingar sé hægt að taka rannsóknina upp.“

Óðinn elskaði föður sinn

Um svipað leyti birtist áhrifaríkt viðtal við Óðinn í Fréttatímanum (eldri útgáfu miðilsins sem ekki er aðgengileg) og var viðtalið endursagt á dv.is. Þar segir meðal annars og er haft eftir Óðni:

„Þeir sögðu að þeim þætti leiðinlegt að tilkynna mér að pabbi minn hefði horfið sporlaust og að það væri út af einhverjum fíkniefnum. Fyrir sjö ára krakka voru þetta óskiljanlegar upplýsingar. Mig langaði bara að vita hvað fíkniefni væru. Svo beið ég eftir því að pabbi kæmi aftur.“

Enn fremur segir frá því að Óðinn sé 75% öryrki og hafi reynt að svipta sig lífi. Þegar þessar greinar birtust sat Óðinn á Litla-Hrauni fyrir afbrot og stríddi við lyfjafíkn. Þá segir:

„Ég elskaði hann svo mikið og mér þótti mjög vænt um þessar stundir. Samt var eins og ég hafi skynjað að tími okkar væri naumur.“

Það var svo í júní, sumarið áður en Óðinn átti að byrja í skóla, sem lögreglumaður og prestur tilkynna honum að faðir hans væri horfinn. Óðinn segist ekkert hafa vitað um fortíð föður síns fyrr en hann sá fjallað um hana á forsíðum blaðanna.

„Það fór allt úr skorðum. Við urðum fjölmiðlamatur í margar vikur og málið var stanslaust til umfjöllunar. Það voru allir að tala um þetta en enginn gerði neitt.“

Það kom hins vegar aldrei til þess að Óðinn fór í skóla. Þess í stað var hann vistaður á barna- og unglingageðdeild á Dalbraut þar sem hann varði næstu árum. Segir hann að þar hafi verið dælt í sig lyfjum, róandi og rítalín til skiptis. „Ég var bara útúrdópaður krakki.“

Segist hann hafa neitað að trúa því að faðir hans hafi verið látinn og læknarnir greint hann veruleikafirrtan. Hann fékk enga kennslu á geðdeildinni og segir hann að það helsta sem hann lærði hafi verið að nota lyf.

Hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvo og hálfan mánuð

Sem fyrr segir var Óðinn dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. júlí síðastliðinn fyrir langa röð afbrota. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem Óðinn hefur setið í síðan 2. apríl.

Ákæran á hendur Óðni er í mörgum liðum og afbrotin eru margskonar þjófnaður, fíkniefnavarsla og umferðarlagabrot. Hann var meðal annars sakaður um að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði með því að opna lyklabox fyrir utan íbúðina, fara inn um útidyr og stela fatnaði og ýmsum persónulegum munum.

Þá var hann sakaður um stela rándýrri dúnúlpu úr 66°Norður á Laugavegi. Enn fremur var hann sakaður um að stela fartölvu úr mótttöku hótels í miðbænum og vörum úr Bónus að Hallveigarstíg. Þá var hann sakaður um að hafa stolið ungnautalund úr verslun Krónunnar úr Kópavogi og jakka úr versluninni Regatta. – Eru ákærurnar þá langt því frá upptaldar en dóminn má lesa hér.

Óðinn játaði sum afbrotin en neitaði öðrum en þar stangaðist framburður vitna og gögn úr eftirlitsmyndavélum á við framburð hans. Meðal þess sem virt var til sönnunar var áberandi húðflúr á hægri hendi sem Óðinn ber rétt eins og viðkomandi aðili á myndbandsupptöku. Óðinn var enn fremur sviptur ökuleyfi í eitt ár og dæmdur til að greiða Krónunni rúmlega 70.000 krónur og málvarnarlaun vel á aðra milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kópavogsbúar æfir yfir milljóna króna fjallahjólabraut: „Í besta lagi sorglegt grín og illa farið með fé íbúa“

Kópavogsbúar æfir yfir milljóna króna fjallahjólabraut: „Í besta lagi sorglegt grín og illa farið með fé íbúa“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar að missa sig eftir tölur dagsins: „Takk Þórolfur fyrir að sjúga alla lífslöngun úr þjóðinni“ – „Jæja, þá er maður bara orðin þunglyndur aftur“

Íslendingar að missa sig eftir tölur dagsins: „Takk Þórolfur fyrir að sjúga alla lífslöngun úr þjóðinni“ – „Jæja, þá er maður bara orðin þunglyndur aftur“
Fréttir
Í gær

Mikið um innbrot í júní

Mikið um innbrot í júní
Fréttir
Í gær

Þórólfur segir hugsanlegt að þúsundir smita geti komið upp í tengslum við útihátíðir á borð við Þjóðhátíð

Þórólfur segir hugsanlegt að þúsundir smita geti komið upp í tengslum við útihátíðir á borð við Þjóðhátíð
Fréttir
Í gær

Boðað til upplýsingafundar vegna Covid-19

Boðað til upplýsingafundar vegna Covid-19
Fréttir
Í gær

Fólk keppist við að selja þjóðhátíðarmiðana sína

Fólk keppist við að selja þjóðhátíðarmiðana sína
Fréttir
Í gær

Smitin koma frá skemmtistöðum í Bankastræti og íslenskri djammferð til London

Smitin koma frá skemmtistöðum í Bankastræti og íslenskri djammferð til London
Fréttir
Í gær

Víðir vonsvikinn: „Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u“

Víðir vonsvikinn: „Það er ekk­ert sem stopp­ar þess­a út­breiðsl­u“