fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hjalti er einn þekktasti leikari þjóðarinnar – Býr í dag einn í Svíþjóð: „Ég má ekki græða neitt eða eiga neitt næstu árin“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2019 14:00

Skjáskot úr kvikmyndinni Nói albinói.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjalti Rögnvaldsson, leikari og þýðandi, ætti að vera flestum Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur leikið í fjölda þekktra kvikmynda, svo sem Nóa albinóa, auk leikverka á sviði. Rödd hans ætti í það minnsta að vera kunnugleg því um langt skeið las hann upp í Ríkisútvarpinu. Í viðtali við netmiðilinn Lifðu núna segir hann meðal annars frá því hvernig það er að búa einn í smábæ í Svíþjóð. Þá kemur Hjalti inn á hrunið sem varð hér á landi og gjaldþroti sínu, svo nokkuð sé nefnt.

„Ég er nýfluttur og er að hamast við að koma mér fyrir á nýja staðnum. Ég leigði íbúð í tæplega aldargömlu húsi hér í Sala en húsinu var ekkert haldið við, allar lagnir voru ónýtar, um áramót var mér tilkynnt að ég yrði að rýma fyrir fyrsta maí og það tókst mér. Í yfirvofandi húsnæðisvandræðum mínum mundi ég eftir því að ég var á biðlista hjá bænum eftir íbúð í miðbænum og var búinn að vera það í fjögur fimm ár. Það ótrúlega gerðist að það var laus íbúð þegar ég þurfti á henni að halda,“ segir Hjalti.

Hann flutti til Svíþjóðar fyrir fjórtán árum og settist að í smábænum Sala í nágrenni við Stokkhólm. „Sala er miklu líkara hæli en bæ. Miðbærinn er steindauður og hér gerist ekkert. Það er alger kyrrstaða. Þrátt fyrir það er þetta góður staður og hér er einstök náttúrufegurð. Á gamla staðnum átti ég á hættu að snjóa inni á veturna og fótbrotna þegar ég fór í mjólkurbúðina. Hér er hins vegar allt við hendina, öll þjónusta sem ég þarf á að halda, verslanir og stofnanir. Ég kemst allra minna ferða hér,“ segir Hjalti.

Hjalti var síðasta vetur tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir bókina Þetta er Alla eftir Jon Fosse. „Það var gaman að fá tilnefninguna. En ég er dauðfeginn að hafa ekki fengið verðlaunin, ekki það að það hefði ekki verið gaman en ég fór í gjaldþrotameðferð hér í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Það var afleiðing af þessu velheppnaða íslenska hruni. Eftir gjaldþrotameðferðina má ég ekki græða neitt eða eiga neitt næstu árin,“ segir Hjalti.

Hann býr líkt og fyrr segir einn í Sala en það sem hann óskar sér helst þessa dagana er að lesa upp meira í útvarpinu. „Þegar maður er búinn að fá sína skelli sættir maður sig við ýmislegt. Mig langar þó að lesa meira upp í útvarpi og kannski kemur að því að ég komi heim og lesi upp. Mér finnst eiginlega leiðinlegra að hafa dottið út úr útvarpinu heldur en leikhúsinu,“ segir hann.

Hjalti var í viðtali við Sunnudagsmoggann árið 2010 þar sem hann ræddi meðal annars um leiklistina og íslenskt þjóðfélag. Þá var Hjalti búinn að koma sér fyrir í Svíþjóð. Þegar hann var spurður hvort hann saknaði Íslands, sagði hann:

„Já, en mér hefur alltaf fundist erfitt að búa hér. Ég er ekki nægilega hraustur til að púla allan sólarhringinn. Ég vil lifa í samfélagi þar sem átta tíma vinnudagur er talinn vera sómasamleg afköst. Slík samfélög eru til. Það mun taka langan tíma fyrir Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Við erum þjóð sem hatar skipulag en dýrkar reddingar, notar ekki stefnuljós í umferðinni, kynnir sig ekki í síma, lærir ekki á klukku og hunsar muninn á milljón dollara seðli og tíeyringi. Svona þjóð þarf hjálp utan frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“