fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Fjallalamb fær leyfi til útflutnings á lambakjöti til Kína

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 10:36

Sauðfé - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallalamb hefur fengið leyfi til að flytja lambakjöt frá Íslandi á Kínamarkað. Útflutningur getur hafist í næstu sláturtíð.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Matvælastofnun sendi frá sér. Undanfarin fjögur ár hefur stofnunin, í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Kína, unnið að öflun leyfis til útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Samningur um skilyrði, heilbrigðiskörfur og eftirlit vegna útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína var undirritaður milli ríkjanna í fyrrahaust.

Í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf. á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökkunarstöð og frystigeymslu fyrirtækisins til útflutnings á lambakjöti til Kína.

„Mikilvægustu kröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja kjöt af lömbum yngri en 6 mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum.“

Í tilkynningunni segir að Fjallalamb uppfylli nú þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra stjórnvalda. Fyrirtækið hafi nú verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt á Kínamarkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda