fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

EasyJet fækkar ferðum til Íslands

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2019 09:26

Flugvél frá EasyJet.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum dregið úr framboði vegna minnkandi eftirspurnar sem skrifast á hækkandi verðlag á Íslandi,” segir Andy Cockburn, talsmaður easyJet, í samtali við ferðavefinn Túrista.

Túristi greinir frá því að breska lággjaldaflugfélagið easyJet hafi dregið úr flugi til og frá Keflavíkurflugvelli að undanförnu og sú þróun muni halda áfram. Ekki virðist skipta neinu máli þó WOW air sé farið í þrot og samkeppnin því minni en áður.

Í frétt Túrista kemur fram að áætlunarferðum félagsins muni fækka um 17 prósent í janúar og tíund í febrúar, eða um 50 ferðir þessa tvo mánuði. Þannig verður ekkert flug í boði frá London Stansted og þá verður ekki hægt að bóka flug til Íslands með easyJet frá Basel eða Genf.

Túristi hefur eftir Andy að Ísland sé enn vinsæll áfangastaður meðal viðskiptavina easyJet en félagið einbeiti sér að flugleiðum þar sem eftirspurnin er mest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða