fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Dregur úr fjölgun ferðamanna – Suðurland vinsælt og Borgarfjörður sækir á

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamálastofa hélt í dag hádegiskynningu þar sem kynntar voru niðurstöður rannsóknar um fjölda og dreifingu ferðamanna á Íslandi árið 2018. Niðurstöðurnar byggjast á fjölda áfangastaða um allt land. Verkefnið unnu Gyða Þórhallsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson samkvæmt aðferðarfræði sem þau hafa þróað undanfarin ár. Aðferðarfræðin byggir á talningu bifreiða á áfangastöðum til að meta fjölda ferðamanna.

„Talningar eru ein leið til að meta hvert ferðamenn fara og hve margir ferðamenn eru á helstu áfangastöðum og út frá þeim má sjá hvernig ferðamenn dreifast um landið. Einnig má greina árstíðasveiflu á tamningastöðunum. Hér eru því á ferðinni afar mikilvæg og áhugaverð gögn við skipulag og uppbyggingu í ferðaþjónustu.“

Samkvæmt niðurstöðum verkefnisins dró mikið úr þeirri fjölgun ferðamanna sem varð eftir árið 2010. Hins vegar kom í ljós að Suðurland er vinsælt meðal ferðamanna allt árið um kring en árstíðasveifla er mun meiri annars staðar á landinu.

Snæfellsnes og Borgarfjörður virðast njóta aukinna vinsælda og fjölgaði þar ferðamönnum sem og dreifing yfir árið betri. Áfangastaðir á Norður- og Vesturlandi virðast að sama bragði njóta mestra vinsælda yfir háannatíma ársins, en eru vannýttir utan þess tímabils.

Þó árstíðasveifla sé á morgun stöðum mikil þá benda niðurstöðurnar til þess að hægt mjakist til betri vega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða