fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Búið að loka fyrir fíkniefnaneyslu í gistiskýlinu við Lindargötu: „Áttuðum okkur á því að við þyrftum að vera með læti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. maí 2019 22:18

Gistiskýlið Lindargötu 48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Gistiskýlisins við Lindargötu fagna nú sigri í langri baráttu en loks hefur verið lokað fyrir fíkniefnaneyslu sprautufíkla í gistiskýlinu. DV fjallaði ítarlega um ástandið í gistiskýlinu fyrr í vor og ræddi við einn starfsmanna þess, Tómas Jakon Sigurðsson, og borgarfulltrúann Baldur Borgþórsson, sem beitti sér í málinu. Í fyrstu umfjöllun DV um málið sagði Tómas meðal annars:

„Það er gríðarleg óánægja meðal starfsfólks niðri í gistiskýli og mikil starfsmannavelta hefur verið undanfarna mánuði. Aðalástæðan er sú að þarna eru rekin sjö neyslurými fyrir sprautufíkla og dreifast þau á allar þrjár hæðir hússins. Þetta skapar gríðarlega hættu fyrir bæði okkur starfsfólkið og líka skjólstæðingana sem búa í húsinu. Margir þeirra eru bara venjulegir karlar sem eru tímabundið heimilislausir, til dæmis vegna skyndilegra sambúðarslita og svo framvegis. Þessir menn eru margir ekki í neyslu.“ 

Mikill hiti var í málinu og var Tómasi sagt upp störfum strax eftir umfjöllun DV en uppsögnin var síðan dregin til baka.

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs, skýrði síðan frá því í viðtali við DV að nýtt athvarf fyrir sprautufíkla yrði opnað á Grandagarði í vor. Deilt var á það að skaðaminnkandi úrræðum væri blandað saman við neyðarhjálp fyrir aðra heimilislausa aðila en sprautufíkla, auk þess sem því var haldið fram að alls konar sprautufíklar, ekki bara heimilislausir notuðu aðstöðu í gistiskýlinu til að sprauta sig.

Tómas hefur nú ritað tilkynningu þar sem kemur fram að nú verði neyslurýmin aflögð og ýmsar úrbætur gerðar til að bæta aðbúnað starfsfólks og skjólstæðinga í gistiskýlinu. Segir Tómas og starfsmenn hafi orðið að vera með læti til að fá þessar breytingar í gegn:

Þau tíðindi hafa gerst hjá okkur í gistiskýlinu að lokað hefur verið fyrir neyslurými fyrir gesti og gangandi. Hér eftir eru þetta aðeins salerni fyrir skjólstæðinga skýlisins. Einnig eru að fara í gang framkvæmdir sem auka öryggi starfsfólks og gera lífið bærilegra fyrir skjólstæðinga. Þetta er alveg í takti við það sem við starfsfólkið á gólfinu lögðum til og ég þakka yfirmönnum mínum fyrir skjót og góð viðbrögð. Það er þannig hjá okkur borgarstarfsmönnum að allar ákvarðanir um stefnubreytingar eða framkvæmdir eru teknar langt fyrir utan okkar sjóndeildarhring. Við áttuðum okkur á því,að við þyrftum að gera læti til að fá athygli. Ekki var nóg að fara bara í fjölmiðla heldur þurftum við líka stuðning innan úr Ráðhúsinu. Við höfðum samband við Baldur Borgþórsson borgarfulltrúa og hann tók slaginn með okkur, alla leið, takk fyrir það. 

Sjá einnig:

„Tifandi tímasprengja“

Tómas rekinn úr starfi

Tómas ítrekar að hann hafi verið rekinn

Kerfið svarar

Baldur sakar Heiður um ósannindi

Nýtt athvarf fyrir sprautufíkla opnað í vor

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Í gær

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað

Þetta eru stórmyndirnar sem Eddie Murphy syrgir að hafa hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“

„Svefnleysi er dýrasti heilsuvandi fyrirtækja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“

Bendir á dauðagildru í miðbænum – Nenni ekki að vera slysið sem veldur því að eitthvað verði gert“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti