fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Morðið á Gísla Þór – Foreldrar Almars Smára stíga fram – „Vinsamlega beinið hatri ykkar að þeim sem er sekur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. maí 2019 18:43

Gísli Þór Þórarinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Almars Smára Ásgeirssonar, sem sat um stutt skeið í gæsluvarðhaldi í Noregi, grunaður um hlutdeild í morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í síðasta mánuði, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir sakleysi sonar síns:

„Sonur okkar er frjáls vegna þess að hann er saklaus um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. Hann var ekki á staðnum þegar það var framið og hann hringdi á hjálp um leið og hann vissi hvað hefði gerst.“

Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, er grunaður um morðið, en Gísli var skotinn til bana. Almari Smára hefur nú verið sleppt úr haldi lögreglu en samkvæmt foreldrunum var hann ekki á vettvangi er morðið var framið, öfugt við það sem áður hefur verið haldið. Ljóst er af yfirlýsingu foreldranna að fjölskyldan hefur orðið fyrir áreiti vegna málsins. Þau segja að Almar Smári sé í losti og hann hafi verið beðinn um að tala ekki við fjölmiðla. Foreldrarnir segjast einnig ekki ætla að ræða við fjölmiðla. Enn fremur segir í yfirlýsingunni, sem birt er á Facebook:

„Vinsamlega beinið hatri ykkar að þeim sem sekur er um þennan hræðilega glæp. Við þá sem ég hef hingað til talið til vina minna vil ég segja þetta :
Vinsamlega hringið í mig og spyrjið ef þið eigið erfitt með að skilja einhvern hluta af þessari yfirlýsingu. Í rauninni hefðuð þið getað hringt í mig hvenær sem er þessa síðustu daga og spurt.
Vinsamlega deilið.“

Sjá einnig:

Almar Smári var með Gunnari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu