fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Eiríkur bar mislinga til landsins: „Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2019 11:19

Mynd: Mannlíf/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Brynjólfsson er maðurinn sem bar mislinga til Íslands. Hann smitaðist í Filippseyjum og smitaði aðra sem voru í flugi frá London til Keflavíkur og síðan frá Reykjavík til Egilsstaða. Í viðtali við Mannlíf segist hann ekki hafa vitað betur en hann væri bólusettur.

„Ég var í fríi á Filippseyjum í tæpan mánuð, fór þangað til þess að hitta nýja fjölskyldu, dvaldi einkum í Manila en fór í þónokkrar ferðir út frá borginni,“ segir Eiríkur í samtali við Mannlíf. Eiríkur segist hafa verið algjörlega grandlaus þar sem hann hafi ekki kennt sér nokkurs meins þann tíma sem hann dvaldi á Filippseyjum.

„Það var ekki fyrr en ég var á leiðinni heim sem ég fór að finna fyrir slappleika, en það er mikilvægt fyrir fólk að hafa í huga að maður finnur ekki fyrir einkennum á meðan maður er smitberi, en þá byrjar þetta sem svona frekar meinleysislegir vindverkir. Það var reyndar svona öllu meira en maður á að venjast, en ég fann að ég var ekkert voðalega hress, án þess þó að vera eitthvað óskaplega veikur. Daginn eftir að ég kom til Íslands var ég þó orðinn enn slappari en grunaði ekki annað en að ég hefði náð mér í einhverja smáflensu, enda hafði ég heyrt að það væri ein slík í umferð,“ lýsir Eiríkur í viðtalinu.

Þegar hann var þó kominn til heim til Egilsstaða fór honum að lítast ekki á blikuna. „Ég tók fyrst eftir þessu á höndunum á mér, fann að ég var orðinn ansi veikur, enda treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi. Daginn eftir var ég svo orðinn enn veikari og útbrotin farin að færast í aukana og þá hætti mér nú aðeins að lítast á blikuna. Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast, var mjög slæmur í maganum og staulaðist á salernið, en lenti svo bölvuðu basli með að komast aftur til baka inn í rúm. Þannig að ég var orðinn mjög máttlaus og með blússandi hita enda mældist ég með fjörutíu og eins stigs hita sem er víst ansi mikið fyrir fullorðinn mann,“ segir Eiríkur.

Hann segir að lokum að veikindin séu góð áminning um mikilvægi bólusetningar. „Þessi veikindi mín eru vissulega góð áminning til minnar kynslóðar og einnig þeirra sem eldri eru um að fylgjast betur með okkur og vera viss um að hafa þessa hluti í lagi. Það eru auðvitað fleiri en ég sem lifa í þeirri trú að þeir séu bólusettir en eru það svo í raun ekki. En fyrst og fremst finnst mér þó mikilvægt að foreldrar sýni þá ábyrgð að láta bólusetja börnin sín því það er eina raunverulega leiðin til þess að stöðva útbreiðslu þessara sjúkdóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi