fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Tuttugu og fimm missa vinnuna hjá Ölgerðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmönnum Ölgerðarinnar verður fækkað um 25, þvert á öll svið fyrirtækisins, í kjölfar breytinga hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Ölgerðarinnar þar sem greint er frá því að rekstur fyrirtækisins verði einfaldaður og hluta lagerstarfsemi og dreifingar útvistað. Hluta þeirra starfsmanna sem missa vinnuna býðst að taka við störfum í tengslum við útvistunina.

„Ölgerðin verður frá og með næstu mánaðamótum alhliða drykkjarvörufyrirtæki en allur annar innflutningur verður á sama tíma hjá dótturfyrirtækinu Danól,“ segir í fréttinni.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að starfsemi fyrirtækisins hafi margfaldast á undanförnum árum og viðskiptaumhverfið kalli á að fyrirtækið leiti leiða til að gera hlutina betur, auka möguleika til vaxtar, hagræða og styrkja sig á markaði.

„Fyrirtæki sem fylgist ekki með breytingum og aðlagar sig ekki að nýjum aðstæðum verður í vanda og við höfum óhikað tekið ákvarðanir sem þessar til að halda okkur í fremstu röð,“ er haft eftir Andra á heimasíðu Ölgerðarinnar.

Starfsemi Danól verður í framhaldi breytinganna flutt í húsnæði gegnt Ölgerðinni á Fosshálsi en þessar breytingar og útvistun á lagerstarfsemi og dreifingu gera Ölgerðinni kleift að vaxa og auka enn frekar vöruþróun eigin vörumerkja.

Frétt Ölgerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum