fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

SA bjóða afturvirka kjarasamninga með skilyrðum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 07:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) geta fallist á að kjarasamningar verði afturvirkir frá 1. janúar 2019 en gegn ákveðnum skilyrðum. Skilyrðin eru að samið verði fyrir mánaðarmót og að samningarnir taki miði af svigrúmi atvinnulífsins til launahækkana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að tilboðið falli auðvitað niður ef viðræðum verður slitið og boðað verður til verkfalla enda beri samfélagið allt kostnað af þeirri aðgerð.

SA fundar í dag með Eflingu, VR og Verkalýðsfélagi Akraness en þetta er annar fundur deiluaðila en þeir funduðu fyrst á milli jóla og nýárs.

Fréttablaðið hefur eftir Halldóri að krafa um afturvirkni sé ekki ný af nálinni og geti verið skynsamlegir ef samið verður á skynsamlegum nótum. Hann segir að krafan um afturvirkni byggi á norrænni fyrirmynd þar sem stéttarfélög telji eitt meginhlutverk sitt að gera kjarasamninga sem raska ekki samkeppnisstöðu meginatvinnugreinanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Í gær

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi