fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

Fer í mál við Facebook fyrir að „vera látin stara á barnaklám, pyntingar og morð allan daginn“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður Facebook hefur höfðað mál á hendur samskiptamiðlarisanum fyrir að hafa valdið sér áfallastreituröskun. Selina Scola starfaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu í níu mánuði við að fara í gengum færslur sem aðrir notendur höfðu tilkynnt.

„Á hverjum degi birta notendur Facebook milljónum myndbanda af barnaníði, nauðgunum, pyntingum, dýraníði, afhöfðunum, sjálfsvígum og morðum,“ segir í greinargerð Scola. Þar segir einnig að Facebook treysti á starfsfólk eins og Scola til að sía út slíkt efni af samfélagsmiðlinum. Hún og samstarfsmenn sínir skoði að meðaltali 10 milljón slíkar færslur í hverri viku og magnið sé slíkt að hún þjáist af áfallastreituröskun. Byggir málssóknin að miklu leyti á að Facebook hafi ekki tryggt að starfsfólkið fái ekki sálfræðiþjónustu.

Segir í greinargerðinni, sem bandarískir fjölmiðlar greina frá í dag, að Scola sé með það mikla áfallastreituröskun að hún geti ekki snert tölvumús eða farið inn í kalda byggingu þar sem hún hafi verið „látin stara á barnaklám, pyntingar og morð allan daginn“. Facebook hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“
Fréttir
Í gær

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“
Fréttir
Í gær

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“