fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Loðdýrarækt að hruni komin – Þurfa utanaðkomandi aðstoð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin þrjú ár hafa verið erfið fyrir loðdýrabændur. Verð á afurðum hefur farið lækkandi og framleiðslukostnaður hefur aukist. Þetta hefur í för með sér að fjárhagsstaða loðdýrabænda er slæm og þeir íhuga nú hvort þeir geti haldið rekstrinum áfram eða neyðist til að hætta. Það bætir ekki úr skák að verð á minkaskinnum lækkuðu enn í verði á síðasta uppboði ársins. Verðið hefur lækkað um 20 prósent frá síðasta ári.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Samband íslenskra loðdýrabænda hafi átt í viðræðum við stjórnvöld um hugsanlega aðstoð til að halda greininni gangandi. Haft er eftir Einari Eðvald Einarssyni, formanni Sambands íslenskra loðdýrabænda, að íslenskir loðdýrabændur séu með aðra eða þriðju bestu framleiðslu heims. Sú þekking og fjárfesting sem liggi í þessu glatist öll ef allt fer til verri vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi