fbpx
Miðvikudagur 24.febrúar 2021
Fréttir

Margrét og Katrín eru á skjálftasvæðinu í Indónesíu – „Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. ágúst 2018 00:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti að stærð sjö reið yfir í gær kl. 18.46 að staðartíma á Lombok eyju í Indónesíu. Að minnsta kosti 82 eru látnir, mörg hundruð slasaðir og eignatjón er gífurlegt.

Vinkonurnar Margrét Helgadóttir og Katrín Ingibjörg Kristófersdóttir eru staddar á skjálftasvæðinu, en þær komu til Indónesíu 12. júlí síðastliðinn í það sem átti að vera skemmti- og dekurferð.

„Þetta er hrikalegt, við vorum alveg á skjálftasvæðinu. Lombok er alveg við eyjuna sem við erum á. Hótelið okkar er ónýtt, segir Margrét í samtali við DV, en hún veit ekki af fleiri Íslendingum á svæðinu.

Mynd tekin þann 24. júlí.

 

Aðeins er vika síðan jarðskjálfti að stærð 6,4 reið yfir eyjuna, en þá létust 14 manns og 162 særðust. Þær vinkonur sváfu þann skjálfta hins vegar af sér.

Margrét og Katrín eru staddar 40 km frá upptökum skjálftans í dag. Segir Margrét þær ekki fá upplýsingar um neitt og ekki vita neitt hvað tekur við. Í nótt sváfu þær á ströndinni við hlið hótels þeirra, ásamt fjölda annarra, á dýnum með lak.

Kort frá U.S. Geological Survey sýnir skjálftamiðju jarðskjálftans á sunnudag.

„Þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í og við erum að reyna að komast af þessari eyju,“ segir Margrét, sem segir föður sinn ætla að taka við Utanríkisráðuneytið í dag.

Lombok er vinsæl meðal ferðamanna, en jarðskjálftinn fannst einnig vel á eyjunni Bali, sem er einn eftirsóttasti ferðamannastaður Indónesíu.

Mikil hræðsla greip um sig meðal heimamanna og ferðamanna þegar jarðskjálftinn og eftirskjálftar hans riðu yfir, en skjálftanum fylgdu margir eftirskjálftar, sumir þeirra yfir fimm á stærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Vara við torkennilegum símtölum – Bylgja slíkra símtala þessa dagana

Vara við torkennilegum símtölum – Bylgja slíkra símtala þessa dagana
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Katrín útskýrði fyrir þýskum blaðamanni af hverju baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið svo vel hér á landi

Katrín útskýrði fyrir þýskum blaðamanni af hverju baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið svo vel hér á landi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón vill fá ferðamenn sem eyða miklu – „Þú verður að fara út“

Jón vill fá ferðamenn sem eyða miklu – „Þú verður að fara út“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hildur Vala og Jón Ólafs eiga von á barni

Hildur Vala og Jón Ólafs eiga von á barni
Fréttir
Í gær

Svandís kynnir nýjar Covid reglur – Verulegar tilslakanir frá og með morgundeginum – „Þetta er mikill gleðidagur“

Svandís kynnir nýjar Covid reglur – Verulegar tilslakanir frá og með morgundeginum – „Þetta er mikill gleðidagur“
Fréttir
Í gær

Herþotur mæta til leiks á Íslandi – Búist við þeim á Egilsstöðum næstu daga

Herþotur mæta til leiks á Íslandi – Búist við þeim á Egilsstöðum næstu daga