fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Svæsnar og stórfurðulegar athugasemdir um Strákana okkar á CNN: „Ísland er mjög „Hitlerísk“ þjóð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. júní 2018 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamiðillinn CNN birti í dag 17 mínútna heimildarmynd á YouTube um íslenska landsliðið og nefnist hún einfaldlega Strákarnir okkar (Our Boys): Iceland and the World Cup. Þar er meðal annars rætt við helstu meðlimi Tólfunnar, Guðna Th. Íslandsforseta og frænda landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar.

Heimildarmyndina má sjá hér fyrir neðan.

Skömmu eftir birtingu fóru annars vegar mörg neikvæð ummæli að falla í garð myndarinnar, sum stórfurðuleg og eflaust mörg frá svonefndum nettröllum.

Kathy nokkur líkir Íslandi við Þriðja ríkið. „Ísland er mjög „Hitlerísk“ þjóð. Þeir eyða öllum börnum sem greinast með Downs […] Ég vona að Bandaríkin verði ekki eins og Ísland,“ skrifar Kathy.

Hér má nefna fáein dæmi:

„Þeir ná jafntefli við Argentínu og eru í kjölfarið taldir bestir, en fyndin hliðstæða“

„Það er næstum því 100% hvítt fólk á Íslandi og þeir eru með lægstu glæpatíðni heims.“

„Hver er eiginlega tilgangurinn með þessari heimildarmynd???“

„Reynið endilega að gera færri fréttir um lönd og íþróttir sem alvöru Bandaríkjamönnum þykir framandi.“

„Íslendingar ættu að halda sig við ísinn“

„Gerum Ísland aftur hvítt“ (e. Make Iceland white again!)

„Fótbolti er rusl íþrótt“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi