fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Minnst 17 látnir í áttundu skólaskotárásinni á árinu

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst 17 liggja í valnum eftir skotárás í menntaskóla í Flórída í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn er 19 ára karlmaður sem hafði verið rekinn úr skólanum. Hann reyndi að flýja af vettvangi en var fljótt handtekinn, hann er nú í varðhaldi.

Árásin í gær er sú mannskæðasta sem gerð hefur verið í skóla frá árásinni á Sandy Hook í Connecticut árið 2012 þar sem 26 létust. Skotárásin er sú áttunda í Bandaríkjunum sem gerð er í grunnskóla, menntaskóla eða háskóla frá áramótum og sú 291 frá árinu 2013.

Árásarmaðurinn Nikolas Cruz birti myndir af sér með vopn á Instagram.
Árásarmaðurinn Nikolas Cruz birti myndir af sér með vopn á Instagram.

Árásarmaðurinn í gær, hinn 19 ára Nikolas Cruz, kom í skólann kl. 14:30 að staðartíma, skaut þrjá fyrir utan skólann og gekk svo inn í bygginguna þar sem hann myrti 12 til viðbótar. Tvö fórnarlömb létust síðar á sjúkrahúsi. Samkvæmt BBC liggja þrír alvarlega særðir á sjúkrahúsi og aðrir þrír eru minna særðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat