fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. desember 2018 10:35

Bára Halldórsdóttir. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef svo fer að peningar safnist fyrir málsvörn Báru Halldórsdóttur í sérstakri söfnun eins og Karolina fund eða gofundme þá mun upphæðin engin eða lítil áhrif hafa á hennar örorkulífeyri. Greint var frá því í gær að Bára hafi verið boðuð í héraðsdóm í næstu viku vegna Klaustursmálsins. Þingmennirnir Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ráðið Reimar Pétursson lögmann vegna málsins. Þingmennirnir heyrast á upptökunum sem Bára tók upp og sendi á DV og fleiri miðla tala um samþingmenn sína sem „kuntu“, „tík“ og hæðst er að fötluðum.

Í beiðni Reimars um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna hljóðupptaka frá Klaustri þann 20. nóvember segir að „þessi njósnaaðgerð“ hafi falið í sér refsivert brot. Segir í beiðninni „að friðhelgi sú sem átti að ríkja um þessar samræður hafi verið rofin með refsiverðu broti“. Telji þeir að þessi „njósnaaðgerð“ hafi „a.m.k. falið í sér refsivert brot sem þeir eigi sókn sakar í“ og „falið í sér saknæma og ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu þeirra.“

Þingmennirnir geti því krafist miskabóta og annarra fébóta af þeim sem beri á henni ábyrgð.

Margir hafa lýst því yfir að þeir vilji styðja Báru, sem er öryrki. Hefur Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, boðið sig fram til þessa að sjá um söfnun fyrir hana ef nauðsyn krefur.

Fjölmargir hafa haft af því miklar áhyggjur að ef fé safnist verði það til krónu á móti krónu skerðingar á örorkulífeyri Báru.

Það er ekki rétt, segir starfsmaður Tryggingastofnunar sem DV ræddi við. Mátti heyra á starfsmanninum að mál Báru hafi verið rætt þar innandyra. Það rétta sé að launagreiðslur og sérstök framfærsla komi til skerðingar en ef það komi til fjáröflunar þá séu það aðeins vextir á bankabók sem komi til frádráttar. Muni þar engu um hvort um sé að ræða 100 þúsund krónur eða 10 milljónir, það eina sem myndi gerast væri að vextirnir rynnu til TR en Bára fengi peningana sem myndu safnast til að aðstoða hana í málaferlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi