fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Brotist inn til fjölskyldu og bíllyklum og heimilisbílnum stolið – „Þeir tóku rommið mitt. Ófyrirgefanlegt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Theodórsson sendir frá sér hjálparbeiðni og biðlar til lesenda um að hafa augun opin hjá sér varðandi bílinn á myndinni. Þetta er fjölskyldubíllinn og honum var stolið í nótt með mjög bíræfnum hætti, er brotist var inn á heimili Kristins og fjölskyldu hans.

Allt var tekið úr forstofunni, allar yfirhafnir og skór og bíllyklarnir voru teknir úr úlpu og bíl eiginkonu Kristins stolið.

Þurfum að finna þennan bíl

Kristinn hefur birst tvær stöðufærslur á Facebook um málið og sú fyrri er svohljóðandi:

Hjálp, kæru vinir!

Þurfum að finna þennan bíl.

Það var brotist inn hjá okkur í nótt. Allt tekið úr forstofunni. Allar yfirhafnir og skór – og það sem meira er lyklarnir úr úlpu notaðir til að stela bílnum hennar Pálínu.

Þetta er dökkblár Ford Grand C-Max árgerð 2012-2013.

Er með númerinu PS-L82

En við höfum ástæðu til að ætla að það sé búið að skipta um númer og sé núna IH-H16.

Endilega látið þetta berast. Deila deila.

Ég er svo í síma 8408240 ef eitthvað kemur í ljós.

Takk!

Þeir stálu líka romminu

Þrátt fyrir þetta áfall slær Kristinn á létta strengi og segir í örstuttu spjalli við DV: „Þeir tóku rommið mitt. Ófyrirgefanlegt.“

Hann birti síðan aðra ítarlegri stöðufærslu um málið. Þar kemur fram að fjölskyldan er búin að glata öllum lyklum og skilríkjum við innbrotið:

Jæja, kids. Svo maður segi nú bara frá þessu á einu bretti, þá var sem sagt farið inn í forstofu hjá okkur í nótt. En að því er virðist ekki inn fyrir millihurð (öhm jú víst).

Þegar ég kom fram í morgun varð ég einskis var fyrr en ég ætlaði að sækja töskuna hans Tedda til að setja nesti í hana fyrir skólann. Þá var bara galopið út. Ég skildi ekkert, en sá svo að það vantaði allar yfirhafnir á hengið. Sá svo að bíllinn hennar Pálínu er ekki í stæðinu.

Ekkert brotið eða bramlað. Þeir (innbrotsþjófarnir) hafa einhvern veginn komist inn án þess að brjóta neitt.

En í úlpunum voru veskin okkar, allir lyklar, skilríki og þessháttar. Auk þess sem skólataskan hans Tedda var tekin með heyrnartólunum hans og símanum og ég veit ekki hvað. Svo og eini lykillinn að skrjóðnum mínum.

Einn bíll farinn og hinn getum við ekki hreyft. Allt mjög skemmtilegt. Það kom svo í ljós að númerum var stolið af bíl nágranna. Þannig að líklega hefur númerum verið víxlað.

Ég á ekki einu sinni úlpu til að fara út í. En þeir voru svo vænir að skilja eftir fyrir mig eitt par af skóm. Kemst því aðeins um á þeim. Segið svo að þeir séu ekki hugulsamir.

En að því er virðist ekkert farið inn í hús og börnin ekkert svo sjokkeruð.

Ég er nú samt búinn að hella upp á kaffi og biðja til Cthulhu eins og aðra morgna. Maður lætur þetta ekkert kippa sér mikið út af laginu. Langar samt aðeins að grenja, en er of mikið karlmenni til þess. Þið vitið hvernig við harðjaxlarnir erum, þangað til við fáum okkur í glas.

En deilið endilega póstinum hér á undan. Kannski finnst þessi bíll og úlpurnar í honum. Það væri nú gleðilegt.

Heyrðu jú! Þeir fóru lengra inn. Það vantar fartölvu sem ég var með á eldhúsborðinu.

The plot thickens.

 

Lesendur er beðnir um að deila fréttinni sem víðast svo heimilisbíll Kristins og fjölskyldu hans finnist. Þeir sem verða varir við bílinn eða telja sig hafa upplýsingar um málið geta haft samband við Kristinn í síma 8408240.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Syndir feðranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“

 „Fólk er að vakna og sjá hvar kúkurinn er farinn að fljóta í þessu kerfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað

Ríkið krefst sýknu af bótakröfum Guðjóns Skarphéðinssonar – Krefur Guðjón einnig um málskostnað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort

Hér búa barnaníðingarnir – DV birtir kort
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“

Ísland í dag sagt áróður fyrir elítuna: „Ég gubbaði upp í mig“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“

Svavar Knútur: „Aldrei má bara bæta kjör fólks án þess að klípa af því á móti“