fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Braggabókhaldið: Unnu í meira en 20.000 vinnustundir

Ari Brynjólfsson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 18. október 2018 17:07

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls fóru meira en 20.000 vinnustundir í braggaverkefnið á Nauthólsvegi 100. DV hefur reiknað saman vinnustundir sem Reykjavíkurborg greiddi vegna verkefnisins, alls hefur það kostað Reykjavíkurborg meira en 400 milljónir króna en í upphaflegu kostnaðarmati frá 2015 var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta í mesta lagi 158 milljónir króna. Reikningarnir sem DV hefur undir höndum sýna að verktakar unnu í samtals meira en 20 þúsund klukkustundir við braggann, skálann og fyrirlestarsalinn í Nauthólsvík.

Hér má sjá klukkustundirnar sem einstakir verktakar unnu að braggaverkefninu:

Arkibúllan 2.102,5
Efla 1.790
Landið okkar 492
Þór Gunnarsson 1.536
Rafdís 58
Jóhann Steimann 925
Húsalagnir ehf. 1.059
Smiðurinn þinn 8.835
Ari Oddsson ehf. 3.282,5
Flísar og steinn ehf. 282

Þessir tíu verktakar unnu því í samtals 20.362 klukkustundir.

Klukkustundirnar eru mun fleiri en ekki allir verktakar skiluðu inn reikningum þar sem kemur fram hversu margar klukkustundir fara í verkið. Í tilfelli Garðvéla ehf. þá er ekki tekið fram hversu mikill tími fór í verkið en miðað við að Reykjavíkurborg greiddi fyrirtækinu 19.524.786 krónur þá má leiða að því líkum að það hafi verið umtalsverður tími.

Sama á við í tilfelli Rafrúnar, sem er langstærsti einstaki verktakinn sem lagði rafmagn í byggingarnar. Alls greiddi Reykjavíkurborg Rafrúnu 35.149.283 krónur fyrir raflagnavinnu.

Ari Oddsson ehf. er byggingaverktaki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins er um að ræða verktaka með mikla reynslu í viðhaldi á fasteignum hvað varðar tré og múrverk, lekavandamálum og sérhæfðum flóknum verkefnum. Samkvæmt reikningunum vann verktakinn í alls 3.282,5 klukkutíma. Borgin greiddi verktakanum meira en 35 milljónir króna.

Reykjavíkurborg greiddi Jóhanni V. Steimann rúmar 8,6 milljónir fyrir málningarvinnu á Nauthólsvegi 100 frá október 2017 til júní 2018.

Í tilviki Garðvéla ehf. er ekki tekið fram hversu margir tímar fóru í verkið.

 

Sama á við um Rafrúnu ehf.

Húsalagnir ehf. unnu í 1.059 klukkutíma við verkið.

Arkitektastofan Arkibúllan ehf. vann í rúmlega 1.300 klukkutíma við hönnun og meira en 600 klukkutíma við eftirlit og umsjón.

Reykjavíkurborg greiddi vrkfræðistofunni Eflu fyrir 1.790 klukkustundir af vinnu. Þar af fóru 170 klukkutímar í að hanna lýsingu.

Hæstu greiðslunar fóru til Smiðurinn þinn slf., alls um 105 milljónir fyrir 8.835 klukkutíma vinnu, efniskaup og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda