fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hvað var um yngsta milljarðamæring Afríku? Fjölskyldan býður milljónir

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn hefur ekkert spurst til Mohammed Dewji, sem kallaður hefur verið yngsti milljarðamæringur Afríku, en Dewji var rænt af vopnuðum mönnum í heimalandi sínu, Tansaníu, fyrir helgi.

Það var á fimmtudag sem vopnaðir menn rændu Dewji í Dar es Salaam, höfuðborg landsins, en Dewji var á leið út af líkamsræktarstöð. Engir lífverðir voru með í för og sögðust vitni hafa séð menn skjóta úr byssu upp í loftið um það leyti sem Dewji var leiddur burt.

Dewji hefur sem fyrr segir stundum verið nefndur yngsti milljarðamæringur Afríku en hann er 43 ára og eru eignir hans metnar á 1,5 milljarða Bandaríkjadala, rúma 170 milljarða króna á núverandi gengi.

Aðstandendur Dewji hafa boðið hverjum þeim sem hefur upplýsingar um ránið 440 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 50 milljónir króna. Lögregla hefur handtekið um tuttugu manns vegna málsins en enn sem komið er hefur Dewji ekki fundist.

Dewji er eigandi og forseti MeTL sem framleiðir allskonar varning í Afríku, þvottaefni og reiðhjól svo tvö dæmi af mörgum séu nefnd. Tuttugu og fjögur þúsund manns starfa fyrir fyrirtækið sem er það stærsta í Tansaníu.

Dewji hét því árið 2016 að láta helming auðæfa sinna renna til góðgerðarmála. Hann er kvæntur þriggja barna faðir og nýtur talsverðra vinsælda í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið