fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bíl Alexöndru stolið – Nokkrum tímum síðar var þjófurinn látinn – „Ég brast í grát“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 16. október 2018 10:58

Alexandra og Antonio fóru til Íslands í fyrrasumar en móðurfjölskylda Alexöndru er búsett hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er fáránlegt hvað veraldlegar eigur geta haft mikla þýðingu fyrir mann. Við notuðum bifreiðina á hverjum einasta degi og tókum ástfóstri við hana með tímanum. Við gáfum henni nafnið Bessy. Þetta er ömurlegt, enda var mikið af persónulegum eigum okkar í bílnum, sem við munum ekki endurheimta,“ segir Alexandra Olafsson í samtali við DV. Alexandra er búsett ásamt unnusta sínum, Antonio Mata í Bradenton í Flórída en aðfaranótt 6. október síðastliðinn var bíl parsins stolið af hópi unglingspilta. Nýttu piltarnir bílinn í ránsför sem endaði með banaslysi og er bílinn nú gjörónýtur.

Meðfylgjandi ljósmynd sýnir ástand bifreiðarinnar í kjölfar atburðanna 6.október

Alexandra er íslensk en fædd og uppalin í Bandaríkjunum og er hún með tvöfalt ríkisfang. Í samtali við DV lýsir hún þeim atburðum sem áttu sér stað aðfaranótt 6. október síðastliðinn.

Grét þegar hún fékk fréttirnar

„Föstudaginn 5. október vorum við að flytja frá klukkan sjö um morguninn til hálf tólf um kvöldið. Með okkur voru nokkrir vinir og leigðum við flutningabíl. Um fimm leytið morguninn eftir vöknuðum við upp við að einhver var að berja á útidyrahurðina. Í fyrstu ætluðum við bara að hunsa það en þá var hringt í okkur og þá kom í ljós að það var lögreglan sem stóð fyrir utan!

Okkur brá mikið og hleyptum þeim inn. Þegar við spurðum þá hvað væri í gangi fengum við þau svör að bíl kærasta míns hefði verið stolið og væri nú eyðilagður. Ég brast í grát, áfallið var svo mikið,“ segir Alexandra og bætir við að á meðan hafi Antonio orðið stjarfur og starið á veginn. Þau fengu ekki að vita alla söguna fyrr en nokkrum dögum síðar.

„Bílnum var stolið klukkan eitt um nóttina, aðeins einum og hálfum klukkutíma eftir að við komum heim og skildum bílinn eftir á annari hæð í læstu bílastæðihúsi.  Honum var stolið af fimm strákum  undir lögaldri en samkvæmt vitni þá tókst einum þeirra að klifra yfir girðinguna í kringum bílastæðið og komast inn í bílinn. Þeir keyrðu síðan um bæinn í um það bil tvær og hálfa klukkustund og brutust inn í aðra bíla og stálu öllu sem þeir gátu fundið, þeir brutust meðal annars inn í ómerkta lögreglubíla. Mér skilst að lögreglan hafi komið auga á þá þrisvar eða fjórum sinnum en ekki viljað eltast við þá af ótta við að stefna öðrum í hættu. En að lokum var það akkúrat það sem þeir gerðu.

Klukkan hálf fjögur klesstu strákanir bílnum á ljósastaur og misstu stjórn á honum, og bakhlið bílsins skall á tré. Seinna meir fengum við að vita að þetta voru allt unglingsstrákar, og að fjórir af þeim voru á skilorði. Tveir af strákunum voru fjórtán ára gamlir, einn þeirra var fimmtán ára, einn sextán ára og einn sautján ára. Sá sextán ára lést í slysinu en hinir fjórir slösuðust. Tveir af þeim flúðu af vettvangi, annar þeirra faldi sig í runna skammt frá en gaf sig síðan fram þegar lögreglan mætti á svæðið með leitarhunda. Hinn strákurinn ,ökumaður bílsins sem er 17 ára, hljóp heim til sín. Foreldrar hans fóru með hann á spítala, og þar var hann handtekinn. Hinir strákarnir tveir særðust það mikið að þeir gátu ekki lagt á flótta og voru þeir fluttir á barnaspítala.“

Óvíst hvort tryggingar bæti tjónið

Antonio Mata, unnusti Alexöndru hefur hrundið af stað söfnun á fjáröflunarsíðunni Gofundme en þar kemur fram að tryggingafélagið muni ekki bæta tjónið á bílnum. Á meðan er parið bíllaust en rétt eins og allir aðrir þurfa þau að eiga fyrir leigu og öðrum nauðsynjum.

Bandaríski fréttavefurinn Herald Tribune greinir frá slysinu en fram kemur að áverkar piltanna séu ekki alvarlegir. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir innbrot og bílaþjófnað. Pilturinn sem ók bílnum á auk þess von á því að vera kærður fyrir manndráp.

Þeir sem vilja leggja parinu lið er bent á heimasíðu söfnunarinnar á vef Gofundme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi