fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Segja ný gögn komin fram sem renna stoðum undir nauðgunarásökun á hendur Orra Páli

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. október 2018 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vildi bara að minn sannleikur kæmi í ljós. Ég vona innilega að þetta verði til þess að Orri viðurkenni opinberlega hver sannleikurinn er og biðji mig jafnframt afsökunar,“ segir bandaríska listakonan Meagan Boyd sem sakað hefur Orra Pál Dýrason tónlistarmann um kynferðisbrot. Meagan birti ásakanirnar í færslu á Instagram-síðu sinni þann 25. september síðastliðinn. Bandaríski tónlistarvefurinn Pitchfork birti umfjöllun um málið þann 10. október síðastliðinn og ræðir blaðamaður miðilisins bæði við Meagan og Orra Pál.  Í umræddri umfjöllun er sagt að Meagan hafi áður ritað færslur á samfélagsmiðlum og greint frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, í fyrra skiptið árið 2013 og í seinna skiptið árið 2014. Meagan nafngreinir ekki Orra Pál í þeim færslum en segir í fyrri færslunni að gerandinn sé „í hljómsveit sem er nokkuð vel þekkt.“

Segir Orra Pál hafa reynt að þagga niður í sér

DV greindi frá því þann 29. september síðastliðinn  að bandaríska listakonan Meagan Boyd hefði sakað Orra Pál Dýrason, trommara Sigur Rósar um að hafa brotið á sér kynferðislega árið 2013.

Í færslunni sakar hún tónlistarmanninn um að hafa nauðgað sér í Los Angeles árið 2013 en þá voru liðsmenn Sigur Rósar staddir í borginni við upptökur á plötunni Kveik sem kom út síðar það ár.

Í færslum listakonunnar kemur fram að Orri Páll vísi ásökununum alfarið á bug. Í annarri færslu þremur dögum síðar fullyrðir Boyd að íslenski tónlistarmaðurinn hafi neitað ásökununum og reynt að þagga niður í henni. Í viðleitni sinni til þess að sanna þær fullyrðingar birti hún myndir af tölvupóstsamskiptum þeirra á milli. Einhver notandi Instagram hafi tilkynnt þær birtingar sem brot á reglum samfélagsmiðilsins og því hafi þær verið fjarlægðar.

Biður fólk um að halda ró sinni

Í kjölfarið birti Orri Páll tilkynningu á Facebook-síðu sinni þann 1. október síðastliðinn þar sem fram kom að hann væri væri hættur í hljómsveitinni. Í færslunni bað hann fólk um að draga ekki fjölskyldu hans í málið.

„Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu,“ ritar Orri Páll meðal annars.  Á öðrum stað ritar hann:

„Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega.“

Engin kæra lögð fram

Blaðamaður Pitchfork ræðir við Meagan. Hún segir að hún hafi ekki leitað til lögreglu eftir að hún setti fram ásakanirnar á hendur Orra Páli í seinasta mánuði, þar sem að sönnunarbyrðin sé þung í nauðgunarmálum og hún óttist að hún muni ekki ráða við álagið sem geti fylgt. Engin kæra hefur því verið lögð fram á hendur Orra Páli.

Þá kemur fram í grein Pitchfork að þrír af vinum Meagan staðfesti í samtali við miðilinn að þeir hafi rætt við Meagan í kjölfar kvöldsins sem um ræðir og hafi hún sagt þeim sína útgáfu af atburðarásinni. Allir muni þeir eftir að Meagan hafi á sínum tíma greint frá því að Orri Páll hafi brotið á henni kynferðislega, í annað skiptið hafi hún verið sofandi og í seinna skiptið hafi hún reynt að sporna við verknaðinum.

„Allir þrír einstaklingar segja að eftir þetta hafi þeir við og við rætt við Boyd um þessar ásakanir,“  segir í grein Pitchfork.

Meagan bendir á þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hún setji fram þessar ásakanir á hendur Orra Páli. Hún segist hafa gert það fyrir fimm árum síðan, þann 23. janúar 2013, en þá segist hún hafa skrifað nafnlausa athugasemd undir færslu á Reddit þar sem Sigurrós sat fyrir svörum.

Þar segir:

„Taktu eftir Orri. Manstu eftir því þegar þú heimsóttir The Body Shop í vestur Hollywood fyrir nokkrum vikum síðan, 9 janúar, á miðvikudegi. Þú fórst heim með stelpu sem þú hittir þar og fórst með hana í íbúð í Silverlake. Þú beiðst eftir að hún sofnaði svo þú gætir riðið henni meðvitundarlausri og ölvaðri. Það kallast NAUÐGUN? Hljómar þetta kunnuglega?“

Ljósmynd/Skjáskot af vef Reddit.

Þá bendir Meagan jafnframt á að rúmlega ári síðar, þann 9. janúar 2014 hafi hún deilt blaðagrein á Facebooksíðu sinni en í greininni var fjallað um ásakanir um kynferðisofbeldi gegn öðrum tónlistarmanni. Lét hún fylgja með eftirfarandi texta:

 „Svona lagað gerist oft. Frægur og valdamikill einstaklingur heldur að hann geti fengið allt sem hann vill og gefur sjálfum sér leyfi til að taka það sem hann vill, án þess að spyrja eða hlusta á „nei.“ Þessi stúlka á alla mína samúð.  Ekki bara vegna þess að ég á svipaða reynslu að baki (með öðrum einstakling sem er í annarri hljómsveit sem nokkuð vel þekkt) – heldur vegna þess að það þarf hellings kjark til að koma fram með þetta, vitandi hversu mikla gagnrýni þú átt eftir að fá. Ég er ekki einu sinni viss um  að ég sé tilbúin til þess að koma algjörlega fram með mína sögu en það er gott að vita að einhver annar geti gert það.“

Segist hafa snöggreiðst

Í samtali við Pitchfork segir Meagan að hún hafi ákveðið að stíga fram með sína sögu eftir að hafa lesið frétt um netinu þar sem fram kom að Orri Páll væri trúlofaður konu sem væri ein af stofnendum Druslugöngunnar, sem hefur það markmið að sporna gegn þolendaskömm og styðja við brotaþola kynferðisofbeldis.

„Boyd segir í samtali við Pitchfork að það hefði fokið í hana þegar hún sá þetta þar sem að „hann ætti ekki að vera þar sem kona upplifir sig örugga.“ Boyd segist hafa stuðningskveðjur frá hundruðum einstaklinga, en einnig hafi hún fengið skilaboð sem fólu í sér níðrandi athugasemdir og jafnvel hótanir. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að loka fyrir opinn aðgang að þeim síðum sem hún heldur úti á samfélagsmiðlum.“

Þá kemur fram að þann 27. september síðastliðinn hafi Orri Páll sent Meagan tölvupóst þar sem hann ritaði eftirfarandi:

„Mér þykir afar leitt að þú sért að ganga í gegnum þetta. En mín upplifun frá þessu kvöldi er allt önnur en þín.“

Segir engin kynmök hafa átt sér stað

Í samtali við  Pitchfork staðfestir Orri Páll að hann og Meagan hafi eytt nóttinni saman en segir að engin kynmök hafi átt sér stað. Þau hafi einungis „drukkið og spjallað saman.“

Jafnframt staðfestir hann að hafa sent Meagan tölvupósta þann 27. september síðastliðinn. Hann neitar að ræða málið frekar og segist ætla að bíða með að tjá sig þar til seinna.

„Það sem ég vil sagt hafa er það að ég gerði ekki neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“

Ráðist á ungan dreng í Grafarvogi: „Ef fólk sér eitthvað svona, þá á að stoppa þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi

Aprílmánuður einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga hér á landi