fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Helga Rún lýsir grimmdinni í Reykjavík – Veik kona höfð að athlægi: „Ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Rún segist í gær hafa orðið vitni af hræðilegri framkomu fólks í miðbæ Reykjavíkur. Hún vinnur þar og hefur því orðið vitni að mörgu en það sem hún sá í gær toppaði öll met að hennar sögn. Hún lýsir hræðilegri framkomu fólk við konu sem augljóslega var mjög veik.

„Er ég var að vinna, fór ég út í smá ferskt loft og er ég horfði í kringum mig sá ég konu á trúlega fertugs aldri í ferlegu ástandi, hún var með fullan ríkispoka af allskonar mat og einnig tveimur bjórum. Konan var að reyna að opna leigubíl í leigubílaröðinni hjá Hlöllabátum. Fyrsti leigubíllinn læsti hurðum og yrti ekki á konuna en opnaði fyrir öðru fólki. Þegar konan sá að hún mætti ekki fara inn enn annað fólk velkomið varð hún reið og fór í einhvernskonar vörn, hún fór að syngja einhvað íslenskt lag með öllum sínum krafti, ég man ekki hvaða lag þetta var sem hún söng en ég man að það var einhvað sem ég heyrði þegar ég var lítil,“ segir Helga Rún á Facebook-síðu sinni.

Öllum drullusama

Helga segir fólk hafi farið að taka myndbönd af konunni. „Það horfðu allir á hana og sumir tóku jafnvel myndir eða myndbönd með það í huga að þetta væri svo fyndið. Nokkrum mínútum síðar reyndi hún að komast inn í leigubíl nr 2 og er ég horfði á það blöskraði í mér reiðin. Maðurinn sem keyrði leigubíl númer tvö uppnefndi hana og sagði henni að „fokking drullast í burtu“ og ekki nóg með það þá keyrði hann á hana og allan matinn hennar sem varð til þess að pokinn hennar rifnaði og hún liggjandi á jörðinni alveg eirðarlaus. Ég vill taka það fram að hún var ekki að gera neitt, hún reyndi að opna og bankaði svo á gluggann, fyrir það fær hún hvað? Að láta keyra yfir sig?,“ spyr Helga.

Hún segist hafa farið til konunnar til að reyna að hlúa að henni. „Það var öllum drullu sama, yrti engin á hana, það er eins og hún hafi bara verið ósýnileg fyrir öllum nema mér. Ég fór til hennar með plastpoka og reyndi að tala við hana og ég sá að hún var pissublaut, vissi ekkert hvar hún væri eða hvað væri að gerast enn hún vissi að hún vildi ekki vera hér. Ég týndi allt upp og í pokanum voru rækjur, kókómjólk, tveir bjórar, harðfiskur og allskonar vörur sem maður bjóst ekki við að finna. ég endurtók með kökk í hálsinum að þetta verði allt í lagi og hún sat þarna, þakkaði mér fyrir og grét. Hún dauð skammaðist sín og reyndi að fela pissubleytuna, henni langaði ekki að vera þarna,“ lýsir Helga Rún.

Boðið að fara heim eða í fangaklefa

Hún segist hafa ákveðið að hringja í lögregluna eftir þetta. „Eftir þetta hljóp ég inn í búð og náði í símann minn og hugsaði mig um í smá stund hvort ég ætti að reyna að fá taxa til þess að keyra hana á athvarf eða fá lögregluna til þess, ég ákvað að hringja í lögregluna þar sem það hafði einn leigubíll nú þegar keyrt á konuna. Lögreglan svaraði og þegar ég reyndi að segja einhvað um þessa konu þá var gripið fram í fyrir mér og spurt hvort þetta væri um konuna í ástandinu niður í bæ, ég játaði og spurði hvort það væri ekki hægt að skutla henni á athvarf eða einhvað og ég tók líka fram að leigubílstjóri hafði keyrt á hana og að það væri óásættanlegt og þá sagðist einstaklingurinn hafa frétt það og skelti svo á mig,“ segir Helga Rún.

Hún segir að viðbrögð lögreglu hafi ekki verið betri þegar hún kom á vettvang. „Ég sat og beið eftir lögreglunni og þegar lögreglan kom á svæðið sátu þeir með konunni og spurðu hana hvort hún vildi fara heim til sín eða í fangaklefa. Á meðan þetta spjall er í gangi standa nokkrir strákar og taka þetta upp á videó og hlæja. Hún svaraði engu og dauð skammaðist sín þannig lögregluþjónarnir settu hana í járn og inn í bíl. Hún var engin ógn, hún var kona á ógeðslegum og týndum stað og þarna vissi hún það, hún skammaðist sín og eina sem hún talaði um var hennar heitt elskaði sonur,“ segir Helga Rún.

Biður fólk að standa saman

Helga biður fólk um að setja sig í spor konunnar. „Ef þú værir í sömu stöðu, fastur í líkama sem heimtar dóp, komin það langt að þú ert viðstaddur eða stödd í miðbæ Reykjavíkur og að reyna að komast inn í leigubíl og heim enn bara út af því þá er keyrt á þig og allan matinn þinn, myndiru ekki vilja að einhver myndi hjálpa þér? Myndi þér líka við að allir væru starandi á þig, takandi myndir eða myndbönd af þér hlæjandi? Finnst þér það viðeigandi? Eftir þetta atvik þá komu bæði íslendingar og túristar og sögðu það sama, þetta er ekki í lagi, það er öllum drullu sama og það er aldrei neitt gert til þess að reyna að stoppa þetta eða hindra því að þetta gerist,“ segir Helga.

Hún segir að lokum að allir verði að átti sig á því hve hræðileg hegðun þetta sé: „Þetta var klárlega eitt af því erfiðasta sem ég hef séð og mig langaði að deila því með ykkur. Ég er svo sár og reið út í samfélagi og alla í gær sem voru vitni af því sama og ég enn gerðu ekkert og jafnvel gerðu grín. Það þurfa allir að átta sig á hvað þetta er hræðilegt og því meira sem fólk áttar sig á því, því meira getum við gert. Þessi kona, svona fólk er ekkert öðruvísi enn þú! Eini munurinn er staðurinn sem við erum á í lífinu, annars er ekkert sem er öðruvísi, Við erum öll eins og við munum alltaf vera eins, tökumst öll í hendur og sönnum fyrir öllum og okkur sjálfum að það er hægt að gera einhvað í þessu, þó það sé ekki nema eitt bros, eitt góðan daginn, góðverk eða hvað sem það er, þetta fólk á svona stað og líka heimilislaust fólk á allt alveg jafn mikið skilið og þið öll hin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia