fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Mikið álag á bráðamóttöku – Fólki vísað á heilsugæslu og Læknavaktina

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 15:59

Bráðamóttaka LSH.Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið álag er nú á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika.

Í tilkynningu frá Landspítala segir að við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum megi gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktarinnar í Austurveri.

Landspítali hvetur því fólk með minniháttar veikindi eða smávægileg líkamstjón til að leita til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þeir aðilar munu sinna fólki og vísa til Landspítala, ef þörf krefur.

Á höfuðborgarsvæðinu eru fimmtán heilsugæslustöðvar og eru þær að jafnaði opnar kl. 8-16 og eru allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá kl. 16-17 mánudaga til fimmtudaga. Sumar stöðvar eru með vakt til kl. 18 og á nokkrum stöðvum er líka opið á föstudögum. Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á forsíðu hverrar heilsugæslustöðvar.

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut með opna móttöku alla virka daga kl. 17-23:30 og um helgar frá kl. 9-23:30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi