fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Ari hótaði að búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 10. september 2018 15:20

Marvin Haukdal er ákærður fyrir rán.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn á Norðurlandi, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson, hafa verið ákærðir af Héraðssaksóknara fyrir rán sem er sagt hafa átt sér stað í fyrra á Akureyri. Ari er auk þess ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Samkvæmt ákæru veittust þeir tveir á mann við Nætursöluna við Strandgötu með ofbeldi og hótunum um ofbeldi. Marvin er sagður hafa veitt manninum olnbogaskot vinstra megin í andlitið. Ari er sakaður um að hafa slegið manninn með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og höfuð og hafa sparkað tvívegis í fótleggi hans.

Ari og Marvin eru sakaðir um að hafa hótað manninum hrottalega. Í ákæru segir: „[…] meðal annars hótuðu ákærðu að drepa X og grafa í holu úti í sveit og ákærði Ari hótaði að búta niður kærustu hans, skera hann á háls og stinga hníf upp í heila hans.“ Þeir eru svo sakaðir um að hafa rænt manninn úlpu sinni, síma og 4000 krónum. Héraðssaksóknari fer fram á að þeir verði dæmdir til refsingar og fer meintur þolandi fram á 800 þúsund krónur í bætur.

Sjá einnig: Hnífstungur og frelsissvipting á Akureyri

DV hefur ítrekað fjallað um Marvin Haukdal, síðast í febrúar. Hann var fórnarlamb hnífstunguárásar í Kjarnaskógi í fyrra en í febrúar sat hann í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu í þeim sama mánuði. Það er annað mál en hann er nú ákærður fyrir. Í því máli var fórnarlambið meðal annars lamið með hamri í andlitið auk þess sem viðkomandi var með slæma áverka á fingrum eftir ótilgreint áhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi