Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fólki sem sést á meðfylgjandi myndum í tengslum við rannsókn á slysi í miðbænum þann 30. júní síðastliðinn.
Fólkið á myndunum eru talin geta verið vitni sem geti borið til um málsatvik áður en slysið átti sér stað.
Fólkið, eða þeir sem vita hverjir eru á myndunum, eru beðin um að hafa samband við lögreglu gegnum símann 444-1000, netfangið leifur.halldorsson@lrh.is eða einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins.