Í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um meðvitundarlausan mann í bifreið á höfuðborgarsvæðinu. Þegar lögreglu- og sjúkraflutningamenn ætluðu að athuga líðan mannsins brást hann mjög illa við og veittist að lögreglumönnum og ógnaði þeim með sprautunál. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Einnig var lögreglunni tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í garði við íbúðarhús. Þaðan flúði grunsamlegi maðurinn á reiðhjóli en lögreglumenn náðu honum og var hann handtekinn. Hann var í annarlegu ástandi og með meint fíkniefni meðferðis. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.