fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Kjartan atvinnubílstjóri kominn með upp í kok af kúkalöbbum og birtir myndband: „Þetta fólk skilur eftir sig engan aur, bara saur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. ágúst 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Sigurðsson atvinnubílsstjóri segist kominn með nóg af fólki sem kúkar og pissar á víðavangi á landsbyggðinni. Á föstudaginn birti hann myndband af konu að kasta af sér vatni við Dettifossi innan Facebook-hópsins Rútu- og Hópferðabifreiða áhugamenn.

Myndbandið hefur hlotið nokkra gagnrýni innan hópsins en Kjartan segir í samtali við DV að hann hafi fengið sig fullsaddan af ferðamönnum sem gera þetta. „Ég sé þetta út um allt land. Þetta fólk skilur eftir sig engan aur, bara saur,“ segir Kjartan.

Líkt og fyrr segir þá hefur myndbandið hlotið nokkuð misjöfn viðbrögð innan hópsins. „Þetta kallar maður að gefa skít í landið, enda greinilega um skítseiði að ræða greinilega,“ skrifar einn maður. Annar segir: „Óskeindur skratti“ meðan sá þriðji segir: „Er svo ekki farið beint í sundlaugarnar en sturtunni sleppt?“

Sumir gagnrýna Kjartan fyrir að birta myndbandið af konunni. „Hvað er að fólki sem kvikmyndar svona?,“ spyr Guðmundur nokkur. Kjartan svarar þessu og segir: „Fólk sem vill vekja athygli og bera virðingu fyrir landinu.“

Eina kona bendir á að flestir karlar geri þetta sama: „Fara karlar inn á kamra og pissa? Held ekki.“ Önnur kona tekur í sama streng: „Það skemmir ekki neitt þó pissað sé á víðavangi ef enginn pappír er skilinn eftir. Þetta hafa karlmenn gert gegnum tíðina athugasemdalaust og án þess að athæfið hafi verið myndað og dreift um heimsbyggðina.“

Einn karl spyr Kjartan hvort hann hafi aldrei gert hið sama: „Kjartan hefur þú aldrei migiđ eđa skitiđ úti í náttúrunni? Reyndu ekki ađ ljúga ađ mér. Ertu líka svona hneikslađur á őllum dýrunum sem gera þetta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“