fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Biggi lögga gagnrýnir niðurskurð hjá lögreglunni– „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 22:45

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður gagnrýnir í nýrri stöðufærslu á Facebook það ófremdarástand sem ríkir hjá lögreglunni vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættisins. Þrátt fyrir eilíft loforð frá því að hann hóf störf í lögreglunni um að ástandið muni batna, þá er sífellt þrengt að og það nýjasta er að lágmarka þarf mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar.

„Til að fólk átti sig á því hvað felst í þessu þá verða til dæmis þrír á næturvakt á minni starfsstöð sem sér um Kópavog og Breiðholt, meira en 60.000 manna svæði. Ég veit að Kópavogsbær hefur sagt skoðun sína á því að það þurfi að fjölga lögreglumönnum á þessu svæði en þetta er raunveruleikinn. Einn og hálfur bíll. Heyrið þið það? Skiljið þið það?,“ segir Birgir Örn.

Líkir hann ástandinu við tré sem fellur í skógi, heyrist hljóð ef enginn heyrir tréð falla. „Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna. Það hlýtur allt að vera í blússandi blóma ef við höldum bara kjafti, brosum og klöppum kettlingum.“

Svona hljómar stöðufærslan í heild sinni:

Heyrist eitthvað hljóð þegar tré í skóginum fellur ef það er enginn sem heyrir? Er eitthvað vandamál til staðar ef það veit enginn af því? Stundum held ég að menn telji að það sé málið með löggæsluna. Það hlýtur allt að vera í blússandi blóma ef við höldum bara kjafti, brosum og klöppum kettlingum.

Frá því að ég byrjaði í lögreglunni í upphafi aldarinnar þá hef ég hlustað á að „þetta fari nú allt að lagast“. Að það horfi allt til betri vegar. Fljótlega. Í haust, næsta sumar, eftir áramót….. Síðan þá hefur samfélagið gengið í gegnum blússandi góðæri, sögulegt hrun og magnaða endurkomu. Enn bíður lögreglan eftir betri tíð. Betri tíð sem er alltaf spáð en svo þegar á hólminn er komið þá hentar hún ekki.

Á síðustu dögum hefur starfsumhverfi lögreglunnar komið við sögu í tveim fréttum. Önnur sagði frá því að lögreglumenn lendi lang oftast í vinnuslysum af öllum starfsstéttum. Hin sagði frá því að ofbeldi og hótunum gegn lögreglumönnum hefur fjölgað mjög mikið á síðustu misserum. Það var því hressilegt að á sama tíma fengu lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu að vita að því að vegna slæmrar fjárhagsstöðu embættissins þyrfti að grípa til aðgerða eins og að lágmarka mönnun á næturvöktum og skera niður æfingar.

Til að fólk átti sig á því hvað felst í þessu þá verða til dæmis þrír á næturvakt á minni starfsstöð sem sér um Kópavog og Breiðholt, meira en 60.000 manna svæði. Ég veit að Kópavogsbær hefur sagt skoðun sína á því að það þurfi að fjölga lögreglumönnum á þessu svæði en þetta er raunveruleikinn. Einn og hálfur bíll. Heyrið þið það? Skiljið þið það?

Þetta er raunveruleikinn sem yfirstjórn lögreglunnar þarf að takast á við og því er ekki við hana að sakast. Þetta eru spilin sem þeim eru gefin. Þetta er staðan sem hún neyðist til að setja okkur lögreglumenn í. Er samfélagið sátt við það? Mér finnst bara þögnin aðeins of þrúgandi og því ákvað ég að skrifa þetta. Ef allir þegja um vandann þá virðast menn geta horft framhjá honum fram í hið óendanlega. Næstum því.

Það er nefnilega vel hægt að standa við hliðina á tréinu sem fellur í skóginum og heyra samt ekkert. Þú skellir bara heyrnatólum á hausinn á þér og hækkar í botn tónlistina sem þú vilt heyra. Það breytir því samt ekki að tréð mun falla með öllu sínu afli. Þá er bara spurning hver lendir undir því. Hver verður fórnarkostnaðurinn af því að vilja ekki heyra. Hverjum verður þá kennt um?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“