fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Samkynhneigðir ferðamenn eyða meira en aðrir – Finnar hyggjast sækja á þennan hóp ferðamanna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 21:00

Er hlutfallið hið sama hjá kynjunum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alltof fá finnsk hótel og fyrirtæki gefa sig út fyrir að vera vinsamleg og hliðholl samkynhneigðum. Þessu hyggst Hannu Medina breyta og bendir á að eftir töluverðum fjármunum sé að sækjast með því að fá fleiri samkynhneigða ferðamenn til Finnlands. Eftir því sem Medina segir þá er eftir um 200 milljörðum dollara að sækjast hvað varðar ferðalög samkynhneigðra.  Fyrir ári síðan setti hann vefsíðuna Gay Travel Finland á laggirnar ásamt eiginmanni sínum en á síðunni kynna þeir fyrirtæki sem vilja laða viðskiptavini, sem tilheyra minnihlutahópum, til Finnlands.

Í samtali við yle.fi sagði Medina að þegar hann ferðast þá gúggli hann alltaf „gay friendly“ þegar hann leitar að ákveðinni þjónustu. Yle.fi hefur eftir honum að það sé peninga að finna hjá þessum samfélagshópum, þeir eyði meira á ferðalögum en flestir aðrir ferðamenn, og að finnsk fyrirtæki eigi að vera duglegri við að auglýsa gildi sín og höfða til þessara hópa.

Hann benti á að „gay friendly“ eigi ekki aðeins við um þá sem teljast til minnihlutahópa vegna kynhneigðar sinnar, þetta eigi einnig við um þá sem eru litaðir og svo framvegis.

Til að hótel teljist „gay friendly“ þarf það að taka vel á móti öllum viðskiptavinum og starfsfólkið á ekki að gera sér neitt í hugarlund um kynhneigð viðkomandi eða annað. Sem dæmi nefndi hann að ef tvær konur eða karlar koma saman á hótel þá eigi alltaf að spyrja hvort þau vilji herbergi með hjónarúmi eða tveimur rúmum. Það geti virkað neikvætt á fólk ef það fær tvö rúm í stað eins ef um par er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða