fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sprengjuvargurinn í Texas þykir minna óhugnanlega mikið á hinn alræmda Ted Kaczynski

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að íbúum Austin í Texas sé órótt í ljósi þess að á einum mánuði hafa fjórar heimatilbúnar sprengjur verið sprengdar í borginni. Tveir ungir karlmenn hafa látist í árásunum og fjórir slasast.

Talið er að sami einstaklingur beri ábyrgð á sprengju sem sprakk í bækistöðvum FedEx í San Antonio í morgun. Þessi tiltekni pakki var skráður á heimilisfang í Austin.

Lögregla segir ljóst að sprengjurnar hafi verið hannaðar með það í huga að valda sem mestum skaða. Voru þær meðal annars búnar nöglum og málmbrotum sem þeyttust í allar áttir þegar sprengjurnar sprungu.

Lögregla er í kapphlaupi við tímann að finna sökudólginn en málið þykir minna óhugnanlega mikið á mál Ted Kaczynski, sem gekk undir viðurnefninu Unabomber í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma. Ted, sem var stærðfræðingur, smíðaði heimatilbúnar bréfasprengjur sem hann sendi meðal annars til fólks í bandarísku háskólasamfélagi. Sprengjur sem hann bjó til og sendi á árunum 1978 til 1995 urðu þremur að bana og særðu yfir 20 manns. Ted afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm án möguleika á reynslulausn. Nýlega voru frumsýndir þættir um Ted, Manhunt: Unabomber, á Netflix.

Lögreglan í Austin er engu nær um hver stendur að baki sprengjuárásunum eða hvers vegna. Þær hafa þó beinst að þremur hverfum í Austin og útilokar lögregla ekki að um hatursglæp sé að ræða.  Hafa pakkarnir verið stílaðir á fólk sem tilheyrir minnihlutahópum en ekki er talið að þeir sem fengu pakkana tengist eða hafi þekkst innbyrðis.

Þann 12. mars síðastliðinn lést 17 ára piltur, Draylen Mason, þegar pakki, sem skilinn var eftir á verönd við heimili hans, sprakk. Móðir hans slasaðist alvarlega. Nokkrum klukkustundum síðar slasaðist 75 ára kona eftir að pakki, sem skilinn hafði verið eftir við heimili hennar, sprakk.

Fyrrverandi yfirmaður hjá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, segir við Fox News að samanburður við Ted og ódæðisverk hans á sínum tíma sé ekki úr lausu lofti gripinn. Líkt og með sprengjurnar sem Ted bjó til hafi þessir tilteknu pakkar sem sprungu í Austin verið vandlega úr garði gerðir og ljóst sé að sá sem bjó þá til hafi aflað sér talsverðrar þekkingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda