fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ítalskur svikahrappur þóttist vera krónprins Svartfjallalands: Gabbaði Pamelu Anderson

Blekkti frægt fólk um allan heim – Pamela Anderson vígð greifynja

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefan Cernetic, 57 ára maður frá borginni Trieste í austurhluta Ítalíu, hefur verið kærður fyrir skjalafals og að villa á sér heimildum. Samkvæmt blaðinu Republica sagðist maðurinn heita Stefan Tchernetich, krónprins af Svartfjallalandi.

Svikamilla Cernetic var mjög vel undirbúin. Hann réð þjón, sem var í raun samverkamaður hans, og keyrði um á Mercedes Benz bifreið með diplómatískum númeraplötum og skjaldarmerki Svartfjallalands. Hann hélt auk þess uppi heimasíðu fyrir tign sína (mjög lélegri reyndar) þar sem má t.d. finna titla, ættartré, sögu og myndir af honum sjálfum með tignarfólki.

Mynd: Reuters

Dreifði titlum

Út á þetta fékk hann fríar ferðir og gistingar víðs vegar um heim og hitti margt frægt fólk. Ein helsta ástæðan fyrir því að þetta gekk upp hjá honum var hversu duglegur hann var að útdeila titlum til fólks sem hann hitti. Baywatch-stjarnan og dýraverndunarsinninn Pamela Anderson var ein af þeim sem féll fyrir gabbinu en Cernetic vígði hana sem greifynju árið 2015 (með sverði og öllu).

Á heimasíðunni má sjá myndir af honum með Alberti fursta af Mónakó, Sheikh Ali bin Al Thani prins af Qatar, háttsettum kardínálum úr Vatíkaninu, Novak Djokovic tennisstjörnu og ýmsum leikurum og rokkstjörnum. Við þetta fólk ræddi hann menningar og efnahagsleg málefni tengd Svartfjallalandi en algerlega umboðslaus.

Cernetic hefur tengingu við Ísland því að Linjie Chou, sem vikið var úr doktorsnámi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2014, starfaði fyrir hann. Sjá hér.

Nikulás I, síðasti konungur Svartfjallalands, flúði landið árið 1915, mitt í fyrri heimsstyrjöldinni, og þremur árum síðar var konungdæmið aflagt. Núverandi ríkisarfi heitir Nikulás II Petrovic-Njegos, 72 ára arkítekt, sem segist muni taka við krúnunni sé það vilji fólksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi