fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Evrópska geimferðastofnunin með nýjan geimsjónauka – Getur hugsanlega fundið líf utan Jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska geimferðastofnunin, ESA, hefur fengið heimild til að hrinda PLATO verkefninu úr vör. Hugsanlegt er talið að með verkefninu verði hægt að finna sannanir fyrir lífi utan Jarðarinnar og að verkefnið muni gjörbylta hugmyndum okkar um stöðu okkar í alheiminum.

PLATO er nýr geimsjónauki eða stjörnuathugunarstöð sem verður smíðaður og sendur langt út í geiminn til að leita að byggilegum plánetum. PLATO verður geimfar með 26 sjónaukum og verður geimfarið sent á loft 2026 og verður staðsett í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá Jörðinni eða fjórum sinnum fjær Jörðinni en tunglið.

Sky-fréttastofan segir að samkvæmt því sem vísindamenn við University of Warwick, sem vinna að verkefninu, segi þá muni PLATO verða notaður til að reyna að svara grundvallarspurningum eins og „hversu algengar eru plánetur á borð við Jörðina?“ og „er sólkerfið okkar óvenjulegt eða jafnvel einstakt?“. Vísindamennirnir segja að PLATO geti einnig hugsanlega fundið ummerki um líf utan Jarðarinnar.

Reiknað er með að verkefnið kosti um 600 milljónir Evra. PLATO mun slást í lið með Kepler sjónauka NASA sem var sendur á braut um Jörðina 2009. Með Kepler hafa vísindamenn fundið rúmlega 3.400 plánetur fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi