fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Hafa hækkað fargjaldið með Flugrútunni

Auður Ösp
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fargjöld Flugrútunnar hækkuðu um tvö hundruð krónur um síðustu mánaðarmót og kostar nú farið frá BSÍ að Leifsstöð 2.700 krónur. Framkvæmdastjóri Kynnisferða segir að þrátt fyrir aukin kostnað, svosem vegna launahækkana þá hafi verðið ekki hækkað í rúmt ár.

Þetta kemur fram á vef Túrista.

Á meðan verðið hækkar í Flugrútuna helst farmiðaverðið óbreytt hjá Gray Line sem býður upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli með Airport Express en þar kostar farmiði báðar leiðir 3.900 krónur. Það fullyrðir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og kveðst um leið þakklátur fyrir að markaðshlutdeild fyrirtækisins sé að aukast.

Jafnframt kemur fram að þrátt fyrir að Gray Line fái ekki aðstöðu beint við útgang flugstöðvarinnar þá hafa forsvarsmenn þess boðað áframhald á áætlunarferðum sínum milli Holtagarða og Keflavíkurflugvallar. Mun þá vera notast við sömu stoppustöð og Strætó nýtir fyrir sínar ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi