fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ljótur skilnaður endaði með ósköpum: Leigumorðingi, skotárás og peningar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður annað sagt en að skilnaður þeirra Greg Mulvhill og Diana Lovejoy hafi endað illa. Greg og Diana stóðu í miðri forræðisdeilu vegna sonar þeirra þegar Greg fékk dularfullt símtal haustið 2016.

Á hinni línunni var óþekktur karlmaður sem hann sagðist búa yfir upplýsingum um Greg sem gætu skaðað orðspor hans varanlega. Hringjandinn gaf ekki nánari upplýsingar um eðli þessara upplýsinga en hvatti Greg til að hitta sig á fáförnum stað skammt frá Carlsbad í Kaliforníu.

Greg fór á staðinn með vasaljós, vopnaður hafnaboltakylfu sonar síns, ásamt nágranna sínum. Skömmu síðar heyrðu þeir þrusk í runna skammt frá og andartaki síðar var skoti hleypt af. Skotið hæfði Greg í síðuna en hann slapp þó lifandi frá morðtilrauninni.

Rannsókn lögreglu beindist strax í upphafi að eiginkonu Gregs enda höfðu þau staðið í ljótum skilnaði. Diana hafði sakað Greg um að nauðga sér og brjóta kynferðislega gegn syni þeirra, en þeim ásökunum hefur Greg staðfastlega neitað. Svo fór að skömmu fyrir árásina fékk Greg nálgunarbann á Diönu.

Svo virðist vera sem allt þetta – og sú staðreynd að Diana var að missa forræðið yfir syni sínum til Gregs – hafi orðið til þess að hún ákvað að freista þess að koma Greg fyrir kattarnef. Flest benti til þess að hún þyrfti einnig að greiða honum 120 þúsund Bandaríkjadali við skilnaðinn og til að koma í veg fyrir það hafði hún samband við fyrrverandi elskhuga sinn, Weldon McDavid, með það fyrir augum að fá hann til verksins.

Við rannsóknina kom það upp úr krafsinu að hún hafi ætlað að greiða Weldon tvö þúsund dali, tæpar þrjú hundruð þúsund krónur, fyrir að skjóta Greg til bana. Málið hefur nú verið til lykta leitt fyrir dómstólum í Bandaríkjunum og að því er vefútgáfa People-tímaritsins greinir neitaði Weldon því að hafa ætlað að bana Greg. Hann hafi talið hann vopnaðan og ætlað að skjóta á vasaljósið sem hann hafði með sér.

Greg og Diana voru sakfelld fyrir þátt sinn í málinu þann 13. nóvember síðastliðinn og bíða þau þess nú að heyra refsinguna. Diana á yfir höfði sér 25 ára fangelsi en McDavid á yfir höfði sér 50 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna