fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan sendir frá sér tilkynningu vegna málsins um ósjálfbjarga stúlkuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. nóvember 2017 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls sem hefur vakið mikla athygli í dag og DV fjallaði um í morgun. Meginefnið er áhrifamikill pistill dyravarðar í miðbænum sem segist hafa gert árangurslausar tilraunir til að fá hjálp lögreglu við að koma ungri, ósjálfbjarga stúlku í öruggt skjól. Taldi dyravörðurinn stúlkuna bera þess öll merki að henni hefði verið byrluð ólyfjan. Gagnrýndi hann lögregluna harðlega fyrir yfirlæti og sinnuleysi en þeir lögreglumenn sem hann átti samskipti við lögðu engan trúnað á að stúlkan væri undir áhrifum lyfja.

Tilkynning lögreglunnar um málið er eftirfarandi:

Nokkur umfjöllun hefur verið á frétta- og samfélagsmiðlum í dag vegna fésbókarfærslu dyravarðar um sinnuleysi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart stúlku, sem hann taldi vera ósjálfbjarga í miðborginni aðfaranótt laugardags. Lögregla tekur slíkar ábendingar mjög alvarlega og hefur skoðað málsatvik ítarlega, en bæði var kallað eftir skýringum lögreglumanna á vettvangi og farið yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu.

Fram kemur að lögregla hafði í tvígang tal af stúlkunni og bauð fram aðstoð sína. Stúlkan kærði sig hins vegar ekki um aðstoð lögreglu og hélt loks sína leið fótgangandi úr miðborginni ásamt vinkonu. Embættið lítur svo á að lögreglumenn á vettvangi hafi brugðist rétt við, en hafa skal hugfast að í tilvikum sem þessum er gjarnan haft áfram auga með viðkomandi, þ.e. með aðstoð eftirlitsmyndavéla.

Lögreglan þakkar dyraverðinum fyrir að vekja athygli á málinu, en það sýnir að fólk er á varðbergi og stendur ekki á sama. Jafnframt harmar lögreglan að upplifun hans af samskiptum við lögreglumenn á vettvangi hafi ekki verið betri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“

Lýsir eftir Anítu Rós – „Hún á afmæli á morgun og þætti okkur gott að vita af henni í öruggum höndum“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“