fbpx
Mánudagur 18.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Valgeir er haldinn matarfíkn: „Ég fæ oft verk í brjóstið en samt stoppar það mig ekki“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjúkdómurinn minn er þannig að ég er algjörlega hömlulaus gagnvart mat. Ég ræð mér ekki. Það er eins og það komi í mig einhver „ófreskja“ þegar að ég heyri minnst á mat.“

Þetta segir Valgeir Matthías Pálsson í pistli sem hann birtir innan nýstofnaðs hóps á Facebook þar sem matarfíklar geta deilt reynslu sinni og aðstoðað hvorn annan. Valgeir hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að endurbirta sögu sína til að vekja athygli á hópnum.

Valgeir segir í samtali við DV að á Íslandi þurfi fleiri úrræði fyrir matarfíkla. Hann segir að sú meðferð sem sé til staðar sé ekki niðurgreidd af ríkinu þar sem matarfíkn sé ekki skilgreind sem sjúkdómur af íslenskum stjórnvöldum.

Fór fyrst í megrun sex ára

Valgeir segist hafa farið í sína fyrstu megrun einungis sex ára. „Ég var mjög ungur mjög feitur. Ég var að mig minnir 6 ára þegar að ég var lagður fyrst inn á Landakotsspítala í megrun. Það var í raun og veru fyrsta megrunin mín. Ég var í einhverja nokkra mánuði á Landakoti en þar var barnadeild á þessum árum. Ég léttist eitthvað en það að ég væri með matarfíkn var ekki vitað á þeim tíma. Eftir Landakot tóku við allskyns klúbbar eins og Línan og vigtun einu sinni í viku,“ segir Valgeir.

Í dag er Valgeir 160 kíló en hann hefur þó verið þyngri. „Það má segja að ég hafi reynt allt varðandi offituna. Ég segi í dag að afleiðingar sjúkdóms míns, þ.e. matarfíknarinnar er auðvitað ofþyngd og offita. Ég var orðin 100 kg. upp úr fermingu og um 20 ára aldurinn var ég orðin 194,7 kg. Í dag 16/11-2017 er ég rúmlega 160 kg. Þannig að þið sjáið þróunina í þessum sjúkdómi. Það er erfitt að tækla þetta, þ.e. offituna þegar að maður er með andlegt mein sem er matarfíknin.

„Ég var alla skólagöngu mína og langt fram á fullorðins ár lagður í mikið einelti í þeim tveimur bæjarfélögum sem ég ólst í úti á landi. Án þess að það skipti máli hér. Ég borðaði yfir tilfinningar mínar. Á tímabili fannst mér þegar að ég lít aftur að þá hafi ég verið búin að þróa með mér svolitla búlemíu. Þ.e. ég framkallaði uppköst vegna ofáts,“ segir Valgeir.

„Sturlunin er algjör“

Valgeir segist ekki vera laus úr viðjum fíknarinnar. „En ég er enn að strögla við offitu og matarfíkn. Ég reyndi MFM Miðstöðina á sínum tíma en ég gat ekki haldið áfram vegna þess að ég hafði ekki fjármagn til að vera lengur. Þess vegna segi ég það að mér finnst að íslenska ríkið ætti að niðurgreiða þessa meðferð fyrir þau okkar sem glíma við þennan sjúkdóm, sem matarfíkn svo sannarlega er,“ segir hann.

Valgeir segir að líkt og með aðra fíknisjúkdóma þá víki rökhugsun oft fyrir fíkninni: „Ég fæ oft verk í brjóstið en samt stoppar það mig ekki. Ég borða samt yfir mig. Þó að allar viðvörunarbjöllur hringi. Þið skiljið. Sturlunin er algjör. Brjálæðið, hömluleysið og sektarkenndin er algjör. Ég faldi mat, ég stal fyrir mat, ég gerði allt til að komast yfir mat. Þið sjáið hvað þetta er sturlað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Nærmynd af Sigríði Á. Andersen: Heldur með KR og drekkur ekki kaffi

Nærmynd af Sigríði Á. Andersen: Heldur með KR og drekkur ekki kaffi
Fréttir
Í gær

Caryna er frá Venesúela: Ríkisstjórnin hatar fólkið í landinu

Caryna er frá Venesúela: Ríkisstjórnin hatar fólkið í landinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn krassaði í snjóflóðinu á Flateyri: „Þetta voru miklar hetjur í leitinni“

Þorsteinn krassaði í snjóflóðinu á Flateyri: „Þetta voru miklar hetjur í leitinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þegar Árni sparkaði í rassinn á Össuri: „Við Össur vorum bara að grínast“

Þegar Árni sparkaði í rassinn á Össuri: „Við Össur vorum bara að grínast“