fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

„Mesti sársauki sem ég hef upplifað“

Lík Randy Potter á bílastæði í Kansas í átta mánuði

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðstandendur Randy Potter, 56 ára Bandaríkjamanns, eru miður sín eftir að lík hans fannst í bifreið á bílastæði við flugvöllinn í Kansas City. Þar virðist Randy hafa setið látinn síðan hann hvarf sporlaust í janúar síðastliðnum.

Svo virðist vera sem Randy hafi svipt sig lífi en illa farið líkið fannst á bílastæði á flugvellinum í síðustu viku. Það var þann 17. janúar síðastliðinn sem tilkynnt var um hvarf Randy en leit lögreglu og fjölskyldu hans skilaði engum árangri.

Kvartað undan óþef

„Þetta er mesti sársauki sem ég hef upplifað,“ segir Carolina Potter, eiginkona Randy, í samtali við Kansas City Star. Vísar hún í það að eiginmaður hennar hafi verið látinn í allan þennan tíma á langtímabílastæði við flugvöllinn.

Það voru starfsmenn flugvallarins sem létu lögreglu vita eftir að kvartað hafði verið undan óþef frá bílnum sem er af gerðinni Dodge Ram. Carolina segir að eftir hvarf eiginmannsins hafi aðstandendur farið á flugvöllinn og athugað hvort hann hefði farið þangað. Þar hafi þeir verið fullvissaðir um að bifreið Randy væri ekki á flugvellinum – starfsmenn myndu finna bifreiðina ef svo væri.

Fengu sömu svör

„Hann var þarna allan tímann en enginn hafði fyrir því að leita. Það hefði verið hægt að finna hann miklu fyrr ef fólk hefði sinnt starfi sínu,“ segir Carolina. Aðstandendur Randy létu starfsmenn flugvallarins fá bílnúmerið en fengu ávallt sömu svör: Eftirgrennslan starfsfólks hefði leitt í ljós að bifreiðin væri ekki á flugvellinum.

„Það er erfitt að missa ástvin og tíu sinnum erfiðara að missa ástvin úr sjálfsvígi. Að vita til þess að hann hafi setið þarna í átta mánuði og bakast – ég á erfitt með að anda,“ segir Carolina við Kansas City Star. Hún spyr hversu margir hafi gengið framhjá bifreiðinni án þess að láta nokkurn vita.

Potter-fjölskyldan hefur ráðið lögmann sem mun kanna réttarstöðu fjölskyldunnar. Forsvarsmenn flugvallarins segja að rannsókn á málinu standi yfir. Þá er bent á að við flugvöllinn séu 25 þúsund bílastæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“

Hera Björk tjáir sig um gagnrýnina – „Ég átti kannski ekki von á því að það yrði legið ofan í öllum viðtölum“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum

Réttað verður yfir móðurinni á Nýbýlavegi fyrir luktum dyrum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð