fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hjörleifur svarar fyrir sig: „Reykjavík er að verða útbíuð af þess háttar skrauti“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 21. ágúst 2017 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ekki kæmu til tilfallandi kjólasýningar í þingsölum, fregnir af óviðeigandi kynhegðun á útihátíðum og margbreytilegur og sívaxandi ferðamannastraumur væri hægt að loka í Efstaleiti og á fréttastofum dagblaðanna,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, í aðsendri grein í Morgunblaðinu en þar svarar hann fyrir hlut sinn að því að málað hafi verið yfir sjómanninn á Sjávarútvegshúsinu. Líkt og hefur komið fram barðist Hjörleifur fyrir því að málað yrði yfir listaverkið.

Hjörleifur telur að málið hafi verið blásið út vegna gúrkutíðar, sumartíðar þegar lítið er um nýjar fréttir. „En þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Vökul augu vegfarenda á leið vestur Skúlagötu og Sæbraut fóru að taka eftir því að eitthvað hefði breyst: Búið var að mála yfir stóra mynd á austurgafli Sjávarútvegshússins sem þar hafði blasað við frá haustinu 2015 og þetta gerðist án þess að fréttamiðlum hefði verið gert viðvart fyrirfram. Sjálft Fréttablaðið rumskaði loks þrem vikum eftir gjörninginn, en þá varð líka uppi fótur og fit og dregnar fram stórar fyrirsagnir: „Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans.“ Sjálfur sjávarútvegsráðherrann kom af fjöllum á eigin vinnustað og taldi líklegt að þar væri verið að brjóta höfundarrétt,“ skrifar Hjörleifur.

Hjörleifur segir að málið sýni mikla bresti hjá stjórnendum Reykjavíkurborgar. „Hver er staða stjórnenda Reykjavíkur gagnvart þeim sem ástunda veggjakrot á eignir borgarbúa og staðhæfa margir hverjir að þar sé um listaverk að ræða? Reykjavík er að verða útbíuð af þess háttar skrauti, Umhverfi Reykjavíkur verðskuldar önnur vinnubrögð en þau sem endurspeglast í þessu máli. – Höfuðstaðurinn þarf á jákvæðri samvinnu við íbúana að halda og trúnaði í samskiptum. Sem betur fer er hér ekki allt á verri veginn. Ég hef nokkrum sinnum leyft mér að hafa samband við garð- yrkjudeild borgarinnar með ábendingar, sem brugðist hefur verið við jákvætt og eðlilega,“ segir Hjörleifur.

Hann gagnrýnir svo að RÚV hafi gert frétt upp um tölvupóst samskipti sín við borgarstarfsmenn. „Hlutur fréttastofu Ríkisútvarpsins er í þessu samhengi afar sérstakur. Þar á bæ veita menn móttöku tölvupóstum úr borgarkerfinu frá fólki sem er greinilega mikið í mun að beina athygli frá eigin sam- þykktum og gjörðum og benda þess í stað á sökudólg úti í bæ. Settur er saman hrærigrautur úr þessum feng og birtur á fréttavef RÚV. Mann tekur sárt að sjá „útvarp allra landsmanna“ láta misnota sig með þessum hætti. Alvarlegri eru þó þeir brestir sem endurspeglast nú um stundir í stjórnkerfi Reykjavíkur á mörgum sviðum og veggjakrot í kjölfar handauppréttinga í borgarstjórninni er aðeins örlítið dæmi um,“ segir Hjörleifur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú

Þarf að sitja af sér fangelsisdóm í Noregi eftir afbrot á Ásbrú
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið