fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Raðmorðingjarnir úr hryllingshúsinu dæmdir til dauða – Taldir hafa myrt tugi barna og kvenna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 07:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðugur kaupsýslumaður og þjónn hans hafa verið dæmdir til dauða fyrir að hafa nauðgað og myrt tvítuga konu. Lögreglan fann beinagrind hennar og 18 annarra meintra fórnarlamba mannanna við rannsókn málsins.

Moninder Singh Pandher og þjón hans, Surinder Koli, voru sakfelldir fyrir að hafa myrt Pinki Sarkar en hún hvarf í Nýju-Delí á Indlandi í október 2006. Auk líkamsleifa Sarkar fann lögreglan tæplega 70 poka fulla af líkamsleifum í holræsi í Nithari, sem er þorp nærri Nýju-Delí. Holræsið er nærri heimili mannanna tveggja en hús þeirra hefur verið nefnt „hryllingshúsið“.

Pandher og Koli eru sakaðir um að hafa nauðgað og myrt tugi barna og kvenna úr fátækrahverfunum nærri „hryllingshúsinu“. Þeir eru síðan sagðir hafa losað sig við líkin í nærliggjandi holræsi. Lögreglan segir að Koli hafi lokkað fórnarlömb allt niður í þriggja ára aldur inn í „hryllingshúsið“ þar sem þeim var nauðgað og síðan myrt.

Koli játaði í upphafi að hafa notað lík til kynferðislegra athafna og að hafa borðað mannakjöt. Hann dró þessa játningu síðar til baka.

Hann hefur verið dæmdur til dauða en hann hefur nú verið sakfelldur fyrir sex morð og hefur verið ákærður fyrir níu til viðbótar.

Pandher hefur verið ákærður fyrir fjögur morð til viðbótar.

Þeir voru báðir dæmdir til dauða 2009 fyrir að hafa myrt 14 ára stúlku en Pandher var síðar sýknaður í hæstarétti.

Sex lögreglumenn voru reknir úr starfi 2007 en þeir voru taldir hafa gerst sekir um vanrækslu við rannsókn á málum tengdum mönnunum. Í framhaldinu tók indverska alríkislögreglan við rannsókn málsins.

Íbúar í fátækrahverfum segja að lögreglan hafi ítrekað látið kvartanir þeirra og tilkynningar sem vind um eyru þjóta. Íbúarnir segja að 40 manns, aðallega börn, hafi horfið síðan 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“

Snorri og Miðflokksmenn taka Þóru Kristínu á beinið: „Kjósendur okkar munu svara þessu tapliði í kjörklefanum“
Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi