fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Kýr stangaði konu til bana í Ölpunum

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 28. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona var stönguð til bana af kýr í héraðinu Tyrol við rætur austurrísku Alpanna í byrjun júní-mánaðar. Konan var á göngu með vini sínum og hundum þegar þau komu að hópi nautgripa. Ein kýrin tók á rás og réðist á konuna með fyrrgreindum afleiðingum en vinur hennar slapp ómeiddur.

Sambærilegt atvik átti sér stað í héraðinu árið 2014 þegar kýr stangaði 45 ára gamlan mann frá Þýskalandi til bana. Sá maður var á ferð í stórum hóp fólks sem innihélt nokkur börn. Fjölskylda mannsins höfðaði einkamál gegn bóndanum sem átti kúnna og var dæmd rúmlega 40 milljónir króna í skaðabætur.

Bændur á svæðinu eru uggandi eftir dóminn því að Tyrol er vinsælt skíðasvæði og ferðamönnum fer ört fjölgandi með hverju árinu. Seldar gistinætur á svæðinu eru um 21 milljón á sumrin og 27 milljónir á veturna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?