fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Harmleikurinn í Manchester: „Hvíldu í friði, Gina“

Sextán ára stúlka er meðal þeirra sem létust

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georgina Callander, 16 ára stúlka og einlægur aðdáandi bandarísku poppstjörnunnar Ariana Grande, var meðal þeirra tuttugu og tveggja sem létust í sprenginunni í Manchester Arena í gærkvöldi. Voðaverkið var framið eftir tónleika Grande í borginni og segir lögregla að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Auk þeirra 22 sem létust slösuðust 59 þegar árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp að tónleikum loknum. Sprengingin varð á svæði milli tónleikahallarinnar og lestarstöðvar sem liggur upp við tónleikahöllina. Fjölmargir urðu vitni að atvikinu.

Georgina er fyrsta fórnarlamb árásarinnar sem er nafn- og myndbirt í breskum fjölmiðlum. Hún var einlægur aðdáandi Grande og hitti hana meðal annars fyrir tveimur árum og sat fyrir á mynd með henni. Áður en að tónleikunum í gærkvöldi kom hafði hún lýst því yfir á Twitter hversu spennt hún væri að sjá átrúnaðargoð sitt.

Náinn vinur Georginu sagði við Evening Standard að hún hefði látist skömmu eftir komuna á sjúkrahús með móður sína sér við hlið. Fjölmargir vinir hennar minntust skemmtilegrar og góðhjartaðrar stúlku. „Hvíldu í friði, Gina. Ég elska þig svo ótrúlega mikið. Ég er svo heppin að hafa þekkt þig,“ sagði ein vinkona hennar á meðan önnur bætti við: „Falleg stúlka með fallega sál og fallegt hjarta. Ég mun sakna þín.“

Rannsókn lögreglu á málinu stendur nú yfir af fullum þunga og beinist rannsóknin meðal annars að því hvort árásarmaðurinn hafi verið einn að verki eða hluti af stærra neti hryðjuverkamanna. Þegar þetta er skrifað hefur enginn lýst ábyrgð á ódæðinu en eftir að fregnir af voðaverkinu spurðust út fögnuðu stuðningsmenn ISIS á samskiptamiðlum.

Lögregla fer nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum í nágrenninu í þeirri von að varpa ljósi á ferðir árásarmannsins áður en hann sprengdi sig í loft upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda