fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Þessi íbúð í miðborg Reykjavíkur kostar 165 milljónir króna

Er þetta dýrasta íbúð landsins? Fermetraverðið er 900 þúsund krónur

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 20. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignaverð á Íslandi hefur farið hækkandi undanfarin misseri og hefur það raunar hvergi hækkað meira í heiminum en hér á landi á síðustu tólf mánuðum.

Sjá einnig: Viljum við eiga þetta met?

Eins og DV greindi frá fyrir skemmstu nam hækkunin frá fjórða ársfjórðungi 2015 til loka fjórða ársfjórðungs 2016 14,7 prósentum.

Á fasteignavef Vísis má sjá auglýsingu sem vakið hefur nokkra athygli á samfélagsmiðlum, en um er að ræða hæð í Bankastræti, miðsvæðis í Reykjavík, sem kostar 165 milljónir króna. Íbúðin sem um ræðir er 183,2 fermetrar sem þýðir að fermetraverðið er um 900 þúsund krónur.

Íbúðin er sex herbergja, en sjálft íbúðarrýmið er 176,1 fermetri og geymsla er 7,1 fermetri. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og tvö baðherbergi. Inngangur er sameiginlegur.

Í sölukynningu kemur fram að húsið hafi verið byggt af Jóni Þorlákssyni, verkfræðingi og fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóra. Þá er þess getið að húsið skipi veglegan sess í byggingarsögu Reykjavíkur.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr íbúðinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“