fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Þingmenn felli áfengisfrumvarpið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórn Krabbameinsfélags Íslands hvetur alþingismenn til þess að fella frumvarpið,“ segir í ályktun sem stjórn Krabbameinsfélags Íslands samþykkti á fundi sínum á þriðjudag. Stjórn Krabbameinsfélagið lýsir yfir andstöðu sinni við frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi sem felur í sér afnám einkaleyfis Áfengis-og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar.

Áhyggjur af auknu aðgengi

„Með frumvarpinu er verið að leggja til að aðgengi að áfengi verði stóraukið með tilheyrandi fjölskylduvanda, samfélagslegum kostnaði, heilsufarsvanda og álagi á heilbrigðiskerfið,“ segir í ályktuninni og bent á það að aukin markaðssetning leiði til þess sama.

„Fjöldi fagaðila á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda auk félagasamtaka hefur fært góð og gagnreynd rök fyrir því að slíkt væri óheillaspor gagnvart lýðheilsu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis. Það er fjarri lagi að hægt sé að taka ákvarðanir sem varða áfengi á þeirri forsendu að þar sé um að ræða venjulega neysluvöru.“

Tengsl áfengisneyslu og krabbameins

Í ályktuninni bendir stjórn Krabbameinsfélagsins sérstaklega á tengsl áfengisneyslu og krabbameins og vísar meðal annars til yfirlýsinga Alþjóðakrabbameinsstofnunarinnar (IARC) um þau.

„Nú er vitað að áfengi eykur líkur á krabbameini í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Einnig eru vísbendingar um að það auki líkur á krabbameini í blöðruhálskirtli og fleiri tegundum krabbameins. Áætlað er að áfengi sé orsök um 4% dauðsfalla af völdum krabbameins eða um 25 manns á ári hér á landi.“

Segir stjórn félagsins að með samþykkt frumvarpsins væri gengið þvert á ýmsar áætlanir til bættrar heilsu sem stjórnvöld hafi samþykkt á undanförnum árum. Mikilvægum stoðum yrði kippt undan árangursríkri forvarnastefnu í áfengismálum.

„Stefnu sem meðal annars hefur skilað því að hér á landi er heildarneysla áfengis með því lægsta sem þekkist í okkar heimshluta og árangur í forvörnum meðal ungmenna á heimsmælikvarða. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr neyslunni en ekki auka hana. Þannig stöndum við vörð um heilsu fólksins í landinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans